Innlent

Vonast eftir átakalausum ársfundi

Kristinn Örn Jóhannesson, formaður VR.
Kristinn Örn Jóhannesson, formaður VR.
Kristinn Örn Jóhannesson, formaður VR, vonar að ársfundur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna sem fer fram á eftir verði átakalaus. Stjórn VR samþykkti tillögu þess efnis að gerð verði breyting á stjórn lífeyrissjóðsins.

„Við teljum eðlilegt að gerðar verði breytingar á stjórn sjóðsins í ljósi þeirra breytinga sem orðið hafa á stjórn VR og ásýnd félagsins," segir Kristinn sem var kjörinn formaður félagsins í mars eftir mikil átök um þáverandi formann Gunnar Pál Pálsson, en Gunnar er stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.

Kristinn gefur lítið fyrir þá gagnrýni að boðuð breyting á stjórn lífeyrissjóðsins sé ólögleg. „Við höfum lögfræðiálit sem segir annað og þá eru fordæmi fyrir því hjá sjóðnum að stjórnarmönnum hafi verið skipt út þrátt fyrir að kjörtímabili þeirra væri ekki lokið."

„Ég veit ekki. Ég vona ekki," segir formaðurinn aðspurður hvort hann á von á átakafundi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×