Orlando í lokaúrslitin - sló Cleveland út með stæl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2009 09:00 Dwight Howard fagnar einni af fjölmörgum troðslum sínum í nótt. Mynd/GettyImages Orlando Magic tryggði sér sæti í lokaúrslitum NBA-deildarinnar á móti Los Angeles Lakers með auðveldum þrettán stiga sigri á Cleveland, 103-90, í úrslitum Austurdeildarinnar í nótt. Orlando vann einvígið 4-2. Dwight Howard átti frábæran leik og var gjörsamlega óstöðvandi inn í teig. Sigur Orlando var aldrei í hættu eftir frábæran annan leikhluta þar sem liðið hélt LeBron James meðal annars stigalausum. Orlando vann leikhlutann 28-15 og var 18 stigum yfir í hálfleik,58-40. Cleveland átti góðan sprett í upphafi seinni hálfleiks en Orlando var fljótt að ná aftur tökum á leiknum og vann að lokum auðveldan sigur. Dwight Howard átti stórleik og stóru menn Cleveland réðu ekkert við hann í teig. Howard endaði leikinn með 40 stig og 14 fráköst en hann hitti úr 14 af 21 skoti sínum í leiknum. Þetta var nýtt persónulegt met hjá Howard í úrslitakeppni. Það voru fleiri að spila vel í jöfnu og samheldnu liði Orlando. Rashard Lewis skoraði 18 stig og Hedo Turkoglu var með 10 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Frakkinn Mickael Pietrus hélt líka áfram að gera Cleveland lífið leitt á báðum endum vallarins, spilaði góða vörn á LeBron og setti síðan niður hvert þriggja stiga skotið á fætur öðru. Pietrus endaði leikinn með 14 stig. LeBron James virkaði þungur og þreytulegur en endaði leikinn engu að síður með 25 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar. James komst lítið áleiðis inn í teig, þurfti að hafa mikið fyrir öllu sínu og endaði með því að klikka á 12 af 20 skotum sínum. Bakvarðar-tvíeykið Delonte West og Mo Williams ollu vonbrigðum hjá Cleveland en náðu þó að bjarga tölfræðinni með sprettum í seinni hálfleik. Williams skoraði 17 stig og gaf 5 stoðsendingar og West var með 22 stig. Mestu vonbrigðin voru Litháinn Zydrunas Ilgauskas sem lét ekki bara Howard fara illa með sig í vörninni heldur skoraði aðeins 2 stig sjálfur. Fyrsti leikur Los Angeles Lakers og Orlando Magic í lokaúrslitum NBA-deildarinnar fer fram í Los Angeles aðfaranótt föstudagsins. Fyrstu tveir leikirnir fara fram í LA en næstu þrír á eftir í Orlando. NBA Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Sjá meira
Orlando Magic tryggði sér sæti í lokaúrslitum NBA-deildarinnar á móti Los Angeles Lakers með auðveldum þrettán stiga sigri á Cleveland, 103-90, í úrslitum Austurdeildarinnar í nótt. Orlando vann einvígið 4-2. Dwight Howard átti frábæran leik og var gjörsamlega óstöðvandi inn í teig. Sigur Orlando var aldrei í hættu eftir frábæran annan leikhluta þar sem liðið hélt LeBron James meðal annars stigalausum. Orlando vann leikhlutann 28-15 og var 18 stigum yfir í hálfleik,58-40. Cleveland átti góðan sprett í upphafi seinni hálfleiks en Orlando var fljótt að ná aftur tökum á leiknum og vann að lokum auðveldan sigur. Dwight Howard átti stórleik og stóru menn Cleveland réðu ekkert við hann í teig. Howard endaði leikinn með 40 stig og 14 fráköst en hann hitti úr 14 af 21 skoti sínum í leiknum. Þetta var nýtt persónulegt met hjá Howard í úrslitakeppni. Það voru fleiri að spila vel í jöfnu og samheldnu liði Orlando. Rashard Lewis skoraði 18 stig og Hedo Turkoglu var með 10 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Frakkinn Mickael Pietrus hélt líka áfram að gera Cleveland lífið leitt á báðum endum vallarins, spilaði góða vörn á LeBron og setti síðan niður hvert þriggja stiga skotið á fætur öðru. Pietrus endaði leikinn með 14 stig. LeBron James virkaði þungur og þreytulegur en endaði leikinn engu að síður með 25 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar. James komst lítið áleiðis inn í teig, þurfti að hafa mikið fyrir öllu sínu og endaði með því að klikka á 12 af 20 skotum sínum. Bakvarðar-tvíeykið Delonte West og Mo Williams ollu vonbrigðum hjá Cleveland en náðu þó að bjarga tölfræðinni með sprettum í seinni hálfleik. Williams skoraði 17 stig og gaf 5 stoðsendingar og West var með 22 stig. Mestu vonbrigðin voru Litháinn Zydrunas Ilgauskas sem lét ekki bara Howard fara illa með sig í vörninni heldur skoraði aðeins 2 stig sjálfur. Fyrsti leikur Los Angeles Lakers og Orlando Magic í lokaúrslitum NBA-deildarinnar fer fram í Los Angeles aðfaranótt föstudagsins. Fyrstu tveir leikirnir fara fram í LA en næstu þrír á eftir í Orlando.
NBA Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Sjá meira