Jose Mourinho segist engan áhuga á að fá Michael Owen til liðs við Inter á Ítalíu en samningur Owen við Newcastle rennur út í sumar.
Fjölmiðlar á Ítalíu og Englandi hafa haldið því fram að Inter muni vera áhugasamt um Owen en Mourinho segir að það sé rangt.
„Ég hef aldrei íhugað að fá Owen," sagði Mourinho í viðtali við Gazzetta dello Sport. „Hann hefur verið mikið meiddur á síðasta ári og er ekki lengur sá Owen sem við þekktum."
Adriano hefur verið sagður á leið frá Inter en Mourinho tekur einnig fyrir það. „Ég er harðákveðinn í að halda Adriano og hef ekki fengið að vita neitt annað en að hann verði áfram hjá okkur. Fyrir mér er hann aukavopn."