Körfubolti

LeBron James sektaður um þrjár milljónir

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Körfkuknattleikskappinn LeBron James fékk þunga sekt fyrir virðingarleysi eftir að lið hans tapaði í úrslitarimmu Austurdeildar NBA-deildarinnar fyrir Orlando Magic.

James strunsaði af vellinum og mætti ekki á blaðamannafund eftir leikinn, sem honum bar skylda til að gera.

"Hann bað mig um að koma því á framfæri til fjölmiðla, Orlando Magic og stuðningsmanna hans að hann biðst afsökunar á framferði sínu," sagði David Stern, framkvæmdastjóri NBA-deildarinnar.

"Hann skilur af hverju það var nauðsynlegt að sekta hann um 25 þúsund dali fyrir að vera ekki til taks fyrir fjölmiðla," bætti Stern við en það gera rúmar þrjár milljónir íslenskra króna.

Sjá einnig:

LeBron talaði ekki við neinn eftir tapið í nótt

LeBron tjáir sig loksins

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×