Viðræður um 22 milljarða hlut Kaupþings í Booker 28. maí 2009 08:49 Breska verslunarkeðjan Booker Group segir að hún muni á næstunni ræða við PricewaterhouseCoopers (PwC) um framtíð 22% eignarhluts Singer & Friedlander, banka Kaupþings í Bretlandi, í keðjunni. Hluturinn er metinn á rúmlega 111 milljónir punda eða rúmlega 22 milljarða kr. Í frétt um málið á Reuters segir að hluturinn var áður í eigu Kaupthing Capital Partners II en í framhaldi af því að Singer & Friedlander á Mön var tekinn til gjaldþrotaskipta er hluturinn nú á forræði PwC. "Okkar skilningur er sá að hluturinn hafi farið úr einu þrotabúi Kaupþings og yfir í annað þrotabú Kaupþings," segir Charles Wilson forstjóri Booker í samtali við Reuters. "Við munum ræða málið við PwC í þessari eða næstu viku." Booker er stærsta "cash & carry" verslunarkeðja Bretlands en eins og nafnið gefur til kynna tekur hún eingöngu við reiðufé en ekki kortum frá viðskiptavinum sínum. Samkvæmt uppgjöri síðasta reikningsárs, sem lauk í lok mars, var hagnaður upp á rúmlega 47 milljónir punda af rekstrinum fyrir skatt. Var þetta aðeins meiri hagnaður en vænst var en sérfræðingar höfðu spáð 42 milljónum punda. Hlutir í Booker hækkuðu um 9% í morgun og er markaðsvirði keðjunnar nú 507 milljónir punda. Wilson segir að hann viti ekki hvað verður um fyrrgreindan 22% hlut Kaupþings í Booker fyrr en málið hefur verið rætt við PwC. Sérfræðingar telja að málinu verði lokið fyrir júlí þegar Booker flyttst á aðallista AIM markaðarins í London. Þess má geta að Baugur átti um tíma 31% í Booker í gengum Merlin en sá hlutur er væntanlega nú í höndum skilanefnda á Íslandi. Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Breska verslunarkeðjan Booker Group segir að hún muni á næstunni ræða við PricewaterhouseCoopers (PwC) um framtíð 22% eignarhluts Singer & Friedlander, banka Kaupþings í Bretlandi, í keðjunni. Hluturinn er metinn á rúmlega 111 milljónir punda eða rúmlega 22 milljarða kr. Í frétt um málið á Reuters segir að hluturinn var áður í eigu Kaupthing Capital Partners II en í framhaldi af því að Singer & Friedlander á Mön var tekinn til gjaldþrotaskipta er hluturinn nú á forræði PwC. "Okkar skilningur er sá að hluturinn hafi farið úr einu þrotabúi Kaupþings og yfir í annað þrotabú Kaupþings," segir Charles Wilson forstjóri Booker í samtali við Reuters. "Við munum ræða málið við PwC í þessari eða næstu viku." Booker er stærsta "cash & carry" verslunarkeðja Bretlands en eins og nafnið gefur til kynna tekur hún eingöngu við reiðufé en ekki kortum frá viðskiptavinum sínum. Samkvæmt uppgjöri síðasta reikningsárs, sem lauk í lok mars, var hagnaður upp á rúmlega 47 milljónir punda af rekstrinum fyrir skatt. Var þetta aðeins meiri hagnaður en vænst var en sérfræðingar höfðu spáð 42 milljónum punda. Hlutir í Booker hækkuðu um 9% í morgun og er markaðsvirði keðjunnar nú 507 milljónir punda. Wilson segir að hann viti ekki hvað verður um fyrrgreindan 22% hlut Kaupþings í Booker fyrr en málið hefur verið rætt við PwC. Sérfræðingar telja að málinu verði lokið fyrir júlí þegar Booker flyttst á aðallista AIM markaðarins í London. Þess má geta að Baugur átti um tíma 31% í Booker í gengum Merlin en sá hlutur er væntanlega nú í höndum skilanefnda á Íslandi.
Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira