Lífið

Auddi byrjaður að spila með stjörnunum í Tallinn

Auddi spilar með „stóru strákunum" í Tallinn.
Auddi spilar með „stóru strákunum" í Tallinn.
Sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal er byrjaður að spila á Pokerstarsmóti sem haldið er í Tallinn í Eistlandi. Þar etur hann kappi við nokkra af frægustu pókerspilurum heimsins. Líkt og komið hefur fram í fréttum hefur Auðunn samið við Pokerstars.com um að taka þátt í völdum mótum á þeirra vegum og er þetta mót það fyrsta í röðinni.

Búist er við miklu af sjónvarpsmanninum góðkunna sem hefur sýnt að hann kann að spila. Í gærkvöldi hitað hann upp þegar þátttakendur æfðu „kúlið" á nokkrum hraðmótum.

300 pókerspilarar taka þátt í mótinu, þar af þrír Íslendingar. Meðal þeirra sem þegar eru byrjaðir að spila eru NBA leikmaðurinn Martin Müürsepp og Edgar "Domeq" Pravon sem vann pókerstarmót VIP pókerspilara fyrir mánuði síðan í Tallinn og svo auðvitað Auddi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.