Hannes Hólmsteinn: Steingrímur á að biðjast afsökunar Magnús Már Guðmundsson skrifar 24. ágúst 2009 09:48 Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði. „Ef einhverjir eiga að biðjast afsökunar eru það þeir sem gerðu Icesave samningana," segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, spurður hvort að Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Landsbankans, eigi að biðja íslensku þjóðina afsökunar vegna þeirra byrðar sem á hana fellur vegna Icesave reikninga bankans. Að mati Hannesar klúðraði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, Icesave málinu.Ekki hugmyndafræðingur hrunsins Hannes var gestur Morgunvaktarinnar á Rás 2 í morgun. Aðspurður sagðist hann ekki vera einn af hugmyndafræðingum bankahrunsins. Hannes kvaðst gangast við því að að vera einn af hugmyndafræðingum þeirra breytinga sem urðu á Íslandi 1991 til 2004 en eftir það hafi sigið á ógæfuhliðina. Valdajafnvægið hafi breyst og auðjöfrar hafi orðið alráðir með blessun forseta Íslands. Davíð Oddsson lét af embætti forsætisráðherra árið 2004.Þjóðin missti taumhaldið Hannes sagði að þjóðin hafi misst taumhaldið og auðjöfrar sem hafi átt fjölmiðla og forsetaembættið hafi ekki búið við neitt aðhald. „Öll þjóðin, að undantekningu Davíð Oddssyni, tók þátt í þessu. Ég tók meira að segja þátt í þessu." Hannes gaf lítið fyrir að forystumenn fjármálafyrirtækja biðjist afsökunar. „Þessir eilífu útvarps- og sjónvarpsþættir þar sem einhver aðgangsharður fréttamaður, sem ætlar að brillera í kaffinu á eftir, er að reyna að krefjast afsökunarbeiðni frá einhverjum þjónar litlum tilgangi. Það sem við þurfum að gera er að vita hvar mistökin voru gerð." Að mati prófessorsins eru þrjár ástæður fyrir bankahruninu. Kerfisgalli í samningunum um Evrópska efnahagssvæðið, fautaskapur Breta og í þriðja lagi glannaskapur íslenskra bankamanna. Steingrímur biðjist afsökunar Spurður hvort að Kjartan Gunnarsson eigi að biðjast afsökunar fyrir aðkomu sína að Icesave reikningum Landsbankans eins og fjármálaráðherra hefur talað fyrir svaraði Hannes: „Mér finnst að fjármálaráðherra eigi að biðjast afsökunar á því að hann setur alveg gersamlega óhæfa samningamenn, þá Indriða Þorláksson og Svavar Gestsson, í samninganefnd fyrir okkur sem láta ekki einu sinni reyna á það fyrir dómstólum hvort að við erum skuldbundin til að greiða skuldir sem eins og Davíð sagði óreiðumenn hafa stofnað til." Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Sjá meira
„Ef einhverjir eiga að biðjast afsökunar eru það þeir sem gerðu Icesave samningana," segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, spurður hvort að Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Landsbankans, eigi að biðja íslensku þjóðina afsökunar vegna þeirra byrðar sem á hana fellur vegna Icesave reikninga bankans. Að mati Hannesar klúðraði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, Icesave málinu.Ekki hugmyndafræðingur hrunsins Hannes var gestur Morgunvaktarinnar á Rás 2 í morgun. Aðspurður sagðist hann ekki vera einn af hugmyndafræðingum bankahrunsins. Hannes kvaðst gangast við því að að vera einn af hugmyndafræðingum þeirra breytinga sem urðu á Íslandi 1991 til 2004 en eftir það hafi sigið á ógæfuhliðina. Valdajafnvægið hafi breyst og auðjöfrar hafi orðið alráðir með blessun forseta Íslands. Davíð Oddsson lét af embætti forsætisráðherra árið 2004.Þjóðin missti taumhaldið Hannes sagði að þjóðin hafi misst taumhaldið og auðjöfrar sem hafi átt fjölmiðla og forsetaembættið hafi ekki búið við neitt aðhald. „Öll þjóðin, að undantekningu Davíð Oddssyni, tók þátt í þessu. Ég tók meira að segja þátt í þessu." Hannes gaf lítið fyrir að forystumenn fjármálafyrirtækja biðjist afsökunar. „Þessir eilífu útvarps- og sjónvarpsþættir þar sem einhver aðgangsharður fréttamaður, sem ætlar að brillera í kaffinu á eftir, er að reyna að krefjast afsökunarbeiðni frá einhverjum þjónar litlum tilgangi. Það sem við þurfum að gera er að vita hvar mistökin voru gerð." Að mati prófessorsins eru þrjár ástæður fyrir bankahruninu. Kerfisgalli í samningunum um Evrópska efnahagssvæðið, fautaskapur Breta og í þriðja lagi glannaskapur íslenskra bankamanna. Steingrímur biðjist afsökunar Spurður hvort að Kjartan Gunnarsson eigi að biðjast afsökunar fyrir aðkomu sína að Icesave reikningum Landsbankans eins og fjármálaráðherra hefur talað fyrir svaraði Hannes: „Mér finnst að fjármálaráðherra eigi að biðjast afsökunar á því að hann setur alveg gersamlega óhæfa samningamenn, þá Indriða Þorláksson og Svavar Gestsson, í samninganefnd fyrir okkur sem láta ekki einu sinni reyna á það fyrir dómstólum hvort að við erum skuldbundin til að greiða skuldir sem eins og Davíð sagði óreiðumenn hafa stofnað til."
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Sjá meira