Bankar mótmæla réttarbót 24. ágúst 2009 06:00 Lilja Mósesdóttir. mynd/Pjetur Bankarnir hafa eindregið lagst gegn frumvarpi um bætta stöðu skuldara, að sögn Lilju Mósesdóttir, formanns félagsmálanefndar. Hún er fyrsti flutningsmaður frumvarps sem hún segir hafa þann tilgang að leysa fólk úr skuldafangelsi. Með frumvarpinu, sem er flutt af nokkrum þingmönnum Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Borgarahreyfingar, er lögð til sú grundvallarbreyting að lánveitandi, sem lánar fé gegn veði í fasteign, megi ekki ganga að öðrum eigum lántakans en viðkomandi fasteign. Samkvæmt frumvarpinu átti krafa lánardrottins á skuldunaut að falla niður, fengist andvirði veðsins ekki við nauðungarsölu íbúðarinnar. „Þetta þýðir að fólk hefði kost á því að skila lyklunum að húsnæðinu, frekar en að búa þar í skuldafangelsi. Eignin gengur þá upp í skuldina," segir Lilja. Hún segir að hugmyndin sem í frumvarpinu felst hafi mætt eindreginni andstöðu frá bönkunum. „Það hafa komið fram mikil mótmæli frá fulltrúum kröfuhafa og þeir hafa getað komið í veg fyrir flestallar lagabreytingar sem bæta stöðu skuldara með því að vísa í eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar," segir Lilja. Í umsögn Samtaka fjármálafyrirtækja um frumvarpið segir að samtökin óttist að breytingarnar verði ekki til hagsbóta fyrir þorra skuldara og frumvarpið gæti helst gagnast þeim efnameiri, sem eiga stórar og yfirveðsettar eignir og þeim sem eiga fleiri en eina fasteign. Þeir geti þá flutt úr einni yfirveðsettri fasteign og í aðra minna veðsetta, sem ekki yrði tekin af þeim. Eins að veðsetningarhlutfall fasteigna gæti lækkað sem myndi gera fjármögnun íbúðakaupa erfiðari. Samtökin telja það jafnframt „óviðunandi íhlutun í samningsfrelsið að löggjafinn grípi fram fyrir hendur samningsaðila með afturvirkri löggjöf og ónýti þannig gerninga sem þeir hafa sammælst um." Tekið er fram að samtökin telji „afturvirk lög veikja traust á réttarskipaninni meðan festa í löggjöf tryggir öryggi í viðskiptum". Samtökin telja að verði frumvarpið að lögum megi leiða að því líkur að einhverjir kröfuhafar láti reyna á lögmæti lagasetningarinnar fyrir dómi „og krefjist bóta vegna krafna sem til var stofnað fyrir gildistöku laganna og þeim er gert að gefa eftir samkvæmt lagaboði". Lilja segir að andstaða gegn frumvarpinu breyti því ekki að betrumbætt útgáfa þess verði endurflutt á næsta þingi. - kóþ / shá Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Bankarnir hafa eindregið lagst gegn frumvarpi um bætta stöðu skuldara, að sögn Lilju Mósesdóttir, formanns félagsmálanefndar. Hún er fyrsti flutningsmaður frumvarps sem hún segir hafa þann tilgang að leysa fólk úr skuldafangelsi. Með frumvarpinu, sem er flutt af nokkrum þingmönnum Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Borgarahreyfingar, er lögð til sú grundvallarbreyting að lánveitandi, sem lánar fé gegn veði í fasteign, megi ekki ganga að öðrum eigum lántakans en viðkomandi fasteign. Samkvæmt frumvarpinu átti krafa lánardrottins á skuldunaut að falla niður, fengist andvirði veðsins ekki við nauðungarsölu íbúðarinnar. „Þetta þýðir að fólk hefði kost á því að skila lyklunum að húsnæðinu, frekar en að búa þar í skuldafangelsi. Eignin gengur þá upp í skuldina," segir Lilja. Hún segir að hugmyndin sem í frumvarpinu felst hafi mætt eindreginni andstöðu frá bönkunum. „Það hafa komið fram mikil mótmæli frá fulltrúum kröfuhafa og þeir hafa getað komið í veg fyrir flestallar lagabreytingar sem bæta stöðu skuldara með því að vísa í eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar," segir Lilja. Í umsögn Samtaka fjármálafyrirtækja um frumvarpið segir að samtökin óttist að breytingarnar verði ekki til hagsbóta fyrir þorra skuldara og frumvarpið gæti helst gagnast þeim efnameiri, sem eiga stórar og yfirveðsettar eignir og þeim sem eiga fleiri en eina fasteign. Þeir geti þá flutt úr einni yfirveðsettri fasteign og í aðra minna veðsetta, sem ekki yrði tekin af þeim. Eins að veðsetningarhlutfall fasteigna gæti lækkað sem myndi gera fjármögnun íbúðakaupa erfiðari. Samtökin telja það jafnframt „óviðunandi íhlutun í samningsfrelsið að löggjafinn grípi fram fyrir hendur samningsaðila með afturvirkri löggjöf og ónýti þannig gerninga sem þeir hafa sammælst um." Tekið er fram að samtökin telji „afturvirk lög veikja traust á réttarskipaninni meðan festa í löggjöf tryggir öryggi í viðskiptum". Samtökin telja að verði frumvarpið að lögum megi leiða að því líkur að einhverjir kröfuhafar láti reyna á lögmæti lagasetningarinnar fyrir dómi „og krefjist bóta vegna krafna sem til var stofnað fyrir gildistöku laganna og þeim er gert að gefa eftir samkvæmt lagaboði". Lilja segir að andstaða gegn frumvarpinu breyti því ekki að betrumbætt útgáfa þess verði endurflutt á næsta þingi. - kóþ / shá
Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira