Danskar ferðaskrifstofur með buxurnar á hælunum 21. júlí 2009 09:16 Mun fleiri Danir vilja ferðast til sólarstranda en pláss er fyrir hjá ferðaskrifstofum landsins. Ferðaskrifstofurnar hafa vanmetið verulega eftirspurnina eftir þessum ferðum í ár og standa því með buxurnar á hælunum að því er segir í frétt í Politiken um málið. Uppselt er í nær allar sólarlandaferðir frá Danmörku þetta sumarið og slegist um þau fáu sæti sem enn eru óseld. Þrjár af stærstu ferðaskrifstofum landsins geta ekki annað eftirspurninni á ferðum fyrr en skólahald hefst aftur með haustinu í landinu. Fram kemur í frétt Politiken að mikill pirringur sé meðal ferðaskrifstofanna að hafa vanmetið eftirspurnina svona mikið en jafnframt léttir yfir því að þær munu koma betur undan fjármálakreppunni í ár en vænst var. Ástæðan fyrir auknum ferðaáhuga Dana suður á bóginn eru einkum tvær. Fjöldi af Dönum hefur ákveðið að taka út séreignasparnað sinn, svipað og hérlendis, og sumarið hefur verið afspyrnu slappt hvað veður varðar í Danmörku. Stöðugar rigningar og leiðindaveður hefur verið á nær hverjum degi það sem af er sumri. „Það er verulega pirrandi að við drógum úr framboði okkar á þessum ferðum í vor," segir Jan Lockhart forstjóri Apollo resjer. „Við hefðum getað selt þrjú til fjögur þúsund fleiri ferðir í ár en við gerðum ráð fyrir að selja. Á móti fáum við góð verð fyrir þær ferðir eru í boði." Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Mun fleiri Danir vilja ferðast til sólarstranda en pláss er fyrir hjá ferðaskrifstofum landsins. Ferðaskrifstofurnar hafa vanmetið verulega eftirspurnina eftir þessum ferðum í ár og standa því með buxurnar á hælunum að því er segir í frétt í Politiken um málið. Uppselt er í nær allar sólarlandaferðir frá Danmörku þetta sumarið og slegist um þau fáu sæti sem enn eru óseld. Þrjár af stærstu ferðaskrifstofum landsins geta ekki annað eftirspurninni á ferðum fyrr en skólahald hefst aftur með haustinu í landinu. Fram kemur í frétt Politiken að mikill pirringur sé meðal ferðaskrifstofanna að hafa vanmetið eftirspurnina svona mikið en jafnframt léttir yfir því að þær munu koma betur undan fjármálakreppunni í ár en vænst var. Ástæðan fyrir auknum ferðaáhuga Dana suður á bóginn eru einkum tvær. Fjöldi af Dönum hefur ákveðið að taka út séreignasparnað sinn, svipað og hérlendis, og sumarið hefur verið afspyrnu slappt hvað veður varðar í Danmörku. Stöðugar rigningar og leiðindaveður hefur verið á nær hverjum degi það sem af er sumri. „Það er verulega pirrandi að við drógum úr framboði okkar á þessum ferðum í vor," segir Jan Lockhart forstjóri Apollo resjer. „Við hefðum getað selt þrjú til fjögur þúsund fleiri ferðir í ár en við gerðum ráð fyrir að selja. Á móti fáum við góð verð fyrir þær ferðir eru í boði."
Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira