Hvítrússinn Alexander Hleb hjá Barcelona var á dögunum sterklega orðaður við Ítalíumeistara Inter ýmist á láni eða sem hluti af félagsskiptum annað hvort Maxwell eða Zlatan Ibrahimovic til Barcelona.
Umboðsmaður Hleb kvað ekkert vera í hendi með möguleg félagsskipti leikmannsins til Inter.
„Hleb fer með Barcelona til London þar sem félagið mun leika æfingarleik. Enginn hefur talað við okkur ennþá um möguleikann á að fara til Inter en það er ekkert leyndarmál að Hleb er ekki ánægður hjá Barcelona," segir umboðsmaðurinn Maurizio Guadino í samtali við vefmiðilinn Calciomercato.it.