Í morgun var dregið í Evrópukeppni félagsliða í handbolta. Karlalið Fram mætir FIQAS Aalsmeer frá Hollandi í fyrstu umferð EHF-bikarsins en fyrri leikurinn verður á útivelli í byrjun september.
Íslandsmeistarar Hauka fara beint í aðra umferð keppninnar þar sem þeir munu leika gegn Wisla Plock frá Póllandi. Önnur umferð keppninnar fer fram í október.
Kvennalið Fram mætir Anadolu University frá Tyrklandi í Áskorendakeppni kvenna en leikið verður um mánaðamótin október-nóvember.