Viðskipti erlent

Þýskaland hnyklar útflutningsvöðvana

Útflutningur frá Þýskalandi jókst um 3,8% milli mánaðana ágúst og september í ár. Þetta er mun meiri aukning en sérfræðingar áttu von á og eru tölurnar túlkaðar sem ný teikn um aukinn vöxt í stærsta hagkerfi Evrópu.

Í frétt um málið á vefsíðunni e24.no segir að þessi aukning eigi sér stað þótt að gengi evrunnar hafi aldrei verið hærra í sögunni. Evran var í rétt tæpum 1,5 dollar í morgun.

Hagfræðingar reikna nú með að þessi vöxtur í þýska hagkerfinu haldi áfram út árið. Þýskaland byrjaði að keyra út úr kreppunni á öðrum ársfjórðungi þessa árs eftir að hafa lent í verstu efnhagsniðursveiflu sinni síðan frá lokum seinni heimstryjaldarinnar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×