Samsæriskenningar grassera kringum skuldabréfasmygl 25. júní 2009 09:51 Að hvaða niðurstöðu kemstu þegar þú blandar saman tveimur japönskum ríkisborgurum með fölsuð bandarísk ríkisskuldabréf, hægfara farþegarlest á leið til Sviss og meðlimum í fjármálalögreglu Ítalíu? Svarið er 134 milljarða dollara, eða 17.000 milljarða kr., samsæriskenningar sem ganga nú eins og logi um akur á fjármálabloggsíðum netsins, segir í úttekt BBC á málinu. En á það bera að líta að sagan er eins og bók eftir John Le Carre. Sagan hefst þegar tveir fimmtugir Japanir voru nýlega stöðvaðir af ítölsku fjármálalögreglunni „Guardia di Finanza" í járnbrautarlest í bænum Chiasso, smábæ á landamærum Ítalíu og Sviss. Aðspurðir um hvort þeir væru með nokkuð tollskylt neituðu þeir því. Lögreglan ákvað samt að leita í ferðatöskum þeirra og fundu þá fyrrgreind skuldabréf falin í fölskum botnum í töskunum. Það sem síðar gerðist hefur komið ýmsum samsæriskenningum á flug því japönsku smyglurunum var nefnilega sleppt úr haldi eftir yfirheyrslur. Spurningarnar sem hafa vaknað eru m.a. hvort skuldabréfin séu ekta eða fölsuð og afhverju voru þessir japönsku menn ekki handteknir? Voru þeir kannski í raun japanskir embættismenn í leyniför til að losa japönsk stjórnvöld við þessi bréf? Og ef svo er sýnir þá málið minnkandi tiltrú fjárfesta á að Bandaríkjamenn geti staðið við skuldabindingar sínar? Og hverjir aðrir eru flæktir í málið, spyrja bloggarar? Kannski ítalska mafían? Svör frá opinberum aðilum í Ítalíu hafa látið á sér standa en þau eru nú farin að síast út. Ítalska fjármálalögreglan segir að hún hafi ekki handtekið Japanina þar sem þeir höfðu ekki framið lögbrot. Viðurlögin við að flytja meir en 10.000 evrur í lausafé milli Ítalíu og Sviss eru sekt en ekki refsingar. Lögreglan hefur nú sent bréfin til Washington til að fá úr því skorið hvort þau eru ekta eða fölsuð. Steve Meyerhardt talsmaður bandaríska fjármálaráðuneytisins, sem séð hefur myndir af bréfunum, er hinsvegar með það á hreinu að þau eru fölsuð. „Það er enginn vafi á að bréfin eru fölsuð," segir Meyerhardt. „Þau líta alls ekki út eins og bréf sem ráðuneytið gefur út." Þá vaknar spurningin, af hverju var verið að smygla bréfunum til Sviss ef þau voru fölsuð? Bankasérfræðingar segja að bréf sem þessi hafi verið notuð sem trygging gegn lánum eða lánalínum í fortíðinni. Lántakandinn hirði svo lánið og láti sig hverfa. Ef bandarísk yfirvöld kveða uppúr með að skuldabréfin séu fölsuð verða engir fyrir meiri vonbrigðum en ítölsk yfirvöld. Ef þau væru ekta fengi ríkissjóður Ítalíu nefnilega 38 milljarða dollara í sinn hlut, en það er sektarupphæðin fyrir smygltilraunina. Mest lesið 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Verðbólga mjakast niður á við Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Að hvaða niðurstöðu kemstu þegar þú blandar saman tveimur japönskum ríkisborgurum með fölsuð bandarísk ríkisskuldabréf, hægfara farþegarlest á leið til Sviss og meðlimum í fjármálalögreglu Ítalíu? Svarið er 134 milljarða dollara, eða 17.000 milljarða kr., samsæriskenningar sem ganga nú eins og logi um akur á fjármálabloggsíðum netsins, segir í úttekt BBC á málinu. En á það bera að líta að sagan er eins og bók eftir John Le Carre. Sagan hefst þegar tveir fimmtugir Japanir voru nýlega stöðvaðir af ítölsku fjármálalögreglunni „Guardia di Finanza" í járnbrautarlest í bænum Chiasso, smábæ á landamærum Ítalíu og Sviss. Aðspurðir um hvort þeir væru með nokkuð tollskylt neituðu þeir því. Lögreglan ákvað samt að leita í ferðatöskum þeirra og fundu þá fyrrgreind skuldabréf falin í fölskum botnum í töskunum. Það sem síðar gerðist hefur komið ýmsum samsæriskenningum á flug því japönsku smyglurunum var nefnilega sleppt úr haldi eftir yfirheyrslur. Spurningarnar sem hafa vaknað eru m.a. hvort skuldabréfin séu ekta eða fölsuð og afhverju voru þessir japönsku menn ekki handteknir? Voru þeir kannski í raun japanskir embættismenn í leyniför til að losa japönsk stjórnvöld við þessi bréf? Og ef svo er sýnir þá málið minnkandi tiltrú fjárfesta á að Bandaríkjamenn geti staðið við skuldabindingar sínar? Og hverjir aðrir eru flæktir í málið, spyrja bloggarar? Kannski ítalska mafían? Svör frá opinberum aðilum í Ítalíu hafa látið á sér standa en þau eru nú farin að síast út. Ítalska fjármálalögreglan segir að hún hafi ekki handtekið Japanina þar sem þeir höfðu ekki framið lögbrot. Viðurlögin við að flytja meir en 10.000 evrur í lausafé milli Ítalíu og Sviss eru sekt en ekki refsingar. Lögreglan hefur nú sent bréfin til Washington til að fá úr því skorið hvort þau eru ekta eða fölsuð. Steve Meyerhardt talsmaður bandaríska fjármálaráðuneytisins, sem séð hefur myndir af bréfunum, er hinsvegar með það á hreinu að þau eru fölsuð. „Það er enginn vafi á að bréfin eru fölsuð," segir Meyerhardt. „Þau líta alls ekki út eins og bréf sem ráðuneytið gefur út." Þá vaknar spurningin, af hverju var verið að smygla bréfunum til Sviss ef þau voru fölsuð? Bankasérfræðingar segja að bréf sem þessi hafi verið notuð sem trygging gegn lánum eða lánalínum í fortíðinni. Lántakandinn hirði svo lánið og láti sig hverfa. Ef bandarísk yfirvöld kveða uppúr með að skuldabréfin séu fölsuð verða engir fyrir meiri vonbrigðum en ítölsk yfirvöld. Ef þau væru ekta fengi ríkissjóður Ítalíu nefnilega 38 milljarða dollara í sinn hlut, en það er sektarupphæðin fyrir smygltilraunina.
Mest lesið 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Verðbólga mjakast niður á við Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira