Tindur Jónsson: „Ég sé eftir þessu núna“ Valur Grettisson skrifar 1. september 2009 12:22 Jónas Ingi Ragnarsson (t.v.) og Tindur Jónsson. Aðalmeðferð fór fram vegna meintrar amfetamínverksmiðju sem fannst í Hafnarfirði í október á síðasta ári. Tindur Jónsson hefur verið ákærður auk Jónasar Inga Ragnarssonar fyrir að hafa ætlað að framleiða amfetamín og selja það. Jónas Ingi er einnig ákærður fyrir vörslu á fíkniefnum. „Ég sé eftir þessu núna," sagði Tindur í Héraðsdómi Reykjaness og bætti við að hann hefði sennilega átt að spyrja meira um eðli framleiðslunnar. Var í efnafræðinámi Jónas Ingi og Tindur neita því að þeir hafi ætlað að framleiða amfetamín en lögreglan réðist inn í verksmiðjuna í október á síðasta ári. Hún var í húsnæði að Rauðhellu í iðnaðarhverfinu í Hafnarfirði. Þar fundust tæki og tól til fíkniefnaframleiðslu auk átján kílóa af kannabisefnum og svo tæplega 700 grömm af amfetamíni. Jónas neitaði í Héraðsdómi Reykjaness í morgun að hafa ætlað að framleiða amfetamínið. Þá sagði hann aðkomu Tinds takmarkaða að málinu. Tindur hafði lagt til efnafræðiþekkinguna en hann var þá í námi í efnafræði í Háskóla Íslands. Hittust á Kvíabryggju Jónas hitti Tind fyrst á Kvíabryggju en þar afplánaði Tindur fangelsisdóm vegna hrottalegrar morðtilraunar þegar hann hjó annan mann með sveðju í Garðabæ. Í héraðsdómi sagði Jónas að þeir hafi ætlað að búa til eldvarnaefni til að byrja með. En síðar kom upp sú hugmynd að framleiða efnið P-2-P og P-2-NP en efnin eru undirstaða amfetamínframleiðslu. 38 kíló af efninu P-2-NP fundust í húsnæðinu en sérfræðingar meta svo að það hefði verið hægt að framleiða allt að 350 kíló af amfetamíni með efninu. Fannst þetta spennandi Jónas Ingi neitar alfarið að hafa ætlað að framleiða amfetamínið heldur hafi hann ætlað að selja P-2-P á svörtum markaði. Þá hélt Jónas því einnig fram að hann hafi leigt aðilum út í bæ aðstöðuna í Rauðhellu og því tilheyra fíkninefnin sem fundust í húsnæðinu ekki honum, en hann játaði hinsvegar vörslu á þeim. Framburður Tinds rímaði við það sem Jónas sagði. Hann hélt því fram að hann hafi eingöngu átt að framleiða eldvarnaefnin og svo P-2-P auk P-2-NP. Spurður hvort hann hafi vitað hvort hægt hafi verið að nota efnin í amfetamín framleiðslu sagðist Tindur ekki hafa vitað til þess þá. Spurður hversvegna hann hafi tekið tilboði Jónasar um framleiðsluna sagði Tindur: „Mér fannst þetta spennandi auk þess sem hann bað mig um að hjálpa sér." Augljóslega fíkniefnaverksmiðja Efnafræðingurinn Már Másson, sem var kallaður til vitnis í aðalmeðferð í máli Jónasar Inga Ragnarssonar og Tinds Jónssonar vegna meintrar amfetamínverksmiðju í Hafnarfirði, sagði að það hafi verið augljóst að þarna hafi átt að framleiða fíkniefni. Hann sagði að allt hefði verið á staðnum til framleiðslunnar utan tveggja efna. Annarsvegar búrsýru og svo vetnisgas. Hann sagði að hvorug efnanna væri ólögleg og tiltölulega einfalt að nálgast þau. Þessu hafnaði þó verjandi Tinds, Brynjar Níelsson, og spurði þá Má: „Eru þetta efni sem ég get keypt út í búð?" Már sagði það ekki svo einfalt en það væri vissulega hægt að komast yfir efnin tvö sem upp á vantaði vildu menn það á annað borð. Brynjar spurði þá Má: „Vissir þú að það er einfaldara að verða sér út um amfetamín heldur en þessi tvö efni?" Már sagðist ekki hafa neina sérstaka vitneskju um það. Fullkominn verksmiðja Þá benti Brynjar á skýrslu Europol um verksmiðjuna. Þar segir að sala á P-2-P á svörtum markaði sér afar algeng. Efnablandan sé undirstaða amfetamínframleiðslu og nokkuð auðvelt fyrir leikmann að framleiða amfetamínið þegar P-2-P efnið er tilbúið. Þess má geta að starfsmaður Europol, sem var sérfræðingur í fíkniefnaverksmiðjum og tók þátt í rannsókn málsins hér á landi, sagðist aldrei hafa séð jafn fullkomna fíkniefnaverksmiðju áður. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Aðalmeðferð fór fram vegna meintrar amfetamínverksmiðju sem fannst í Hafnarfirði í október á síðasta ári. Tindur Jónsson hefur verið ákærður auk Jónasar Inga Ragnarssonar fyrir að hafa ætlað að framleiða amfetamín og selja það. Jónas Ingi er einnig ákærður fyrir vörslu á fíkniefnum. „Ég sé eftir þessu núna," sagði Tindur í Héraðsdómi Reykjaness og bætti við að hann hefði sennilega átt að spyrja meira um eðli framleiðslunnar. Var í efnafræðinámi Jónas Ingi og Tindur neita því að þeir hafi ætlað að framleiða amfetamín en lögreglan réðist inn í verksmiðjuna í október á síðasta ári. Hún var í húsnæði að Rauðhellu í iðnaðarhverfinu í Hafnarfirði. Þar fundust tæki og tól til fíkniefnaframleiðslu auk átján kílóa af kannabisefnum og svo tæplega 700 grömm af amfetamíni. Jónas neitaði í Héraðsdómi Reykjaness í morgun að hafa ætlað að framleiða amfetamínið. Þá sagði hann aðkomu Tinds takmarkaða að málinu. Tindur hafði lagt til efnafræðiþekkinguna en hann var þá í námi í efnafræði í Háskóla Íslands. Hittust á Kvíabryggju Jónas hitti Tind fyrst á Kvíabryggju en þar afplánaði Tindur fangelsisdóm vegna hrottalegrar morðtilraunar þegar hann hjó annan mann með sveðju í Garðabæ. Í héraðsdómi sagði Jónas að þeir hafi ætlað að búa til eldvarnaefni til að byrja með. En síðar kom upp sú hugmynd að framleiða efnið P-2-P og P-2-NP en efnin eru undirstaða amfetamínframleiðslu. 38 kíló af efninu P-2-NP fundust í húsnæðinu en sérfræðingar meta svo að það hefði verið hægt að framleiða allt að 350 kíló af amfetamíni með efninu. Fannst þetta spennandi Jónas Ingi neitar alfarið að hafa ætlað að framleiða amfetamínið heldur hafi hann ætlað að selja P-2-P á svörtum markaði. Þá hélt Jónas því einnig fram að hann hafi leigt aðilum út í bæ aðstöðuna í Rauðhellu og því tilheyra fíkninefnin sem fundust í húsnæðinu ekki honum, en hann játaði hinsvegar vörslu á þeim. Framburður Tinds rímaði við það sem Jónas sagði. Hann hélt því fram að hann hafi eingöngu átt að framleiða eldvarnaefnin og svo P-2-P auk P-2-NP. Spurður hvort hann hafi vitað hvort hægt hafi verið að nota efnin í amfetamín framleiðslu sagðist Tindur ekki hafa vitað til þess þá. Spurður hversvegna hann hafi tekið tilboði Jónasar um framleiðsluna sagði Tindur: „Mér fannst þetta spennandi auk þess sem hann bað mig um að hjálpa sér." Augljóslega fíkniefnaverksmiðja Efnafræðingurinn Már Másson, sem var kallaður til vitnis í aðalmeðferð í máli Jónasar Inga Ragnarssonar og Tinds Jónssonar vegna meintrar amfetamínverksmiðju í Hafnarfirði, sagði að það hafi verið augljóst að þarna hafi átt að framleiða fíkniefni. Hann sagði að allt hefði verið á staðnum til framleiðslunnar utan tveggja efna. Annarsvegar búrsýru og svo vetnisgas. Hann sagði að hvorug efnanna væri ólögleg og tiltölulega einfalt að nálgast þau. Þessu hafnaði þó verjandi Tinds, Brynjar Níelsson, og spurði þá Má: „Eru þetta efni sem ég get keypt út í búð?" Már sagði það ekki svo einfalt en það væri vissulega hægt að komast yfir efnin tvö sem upp á vantaði vildu menn það á annað borð. Brynjar spurði þá Má: „Vissir þú að það er einfaldara að verða sér út um amfetamín heldur en þessi tvö efni?" Már sagðist ekki hafa neina sérstaka vitneskju um það. Fullkominn verksmiðja Þá benti Brynjar á skýrslu Europol um verksmiðjuna. Þar segir að sala á P-2-P á svörtum markaði sér afar algeng. Efnablandan sé undirstaða amfetamínframleiðslu og nokkuð auðvelt fyrir leikmann að framleiða amfetamínið þegar P-2-P efnið er tilbúið. Þess má geta að starfsmaður Europol, sem var sérfræðingur í fíkniefnaverksmiðjum og tók þátt í rannsókn málsins hér á landi, sagðist aldrei hafa séð jafn fullkomna fíkniefnaverksmiðju áður.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira