KK með endurvöktum Sextett 11. febrúar 2009 05:30 Í alltof langri pásu. Sextett Ólafs Gauks með Svanhildi og KK snýr aftur á föstudaginn. Stórviðburður í íslensku poppi á sér stað í Fríkirkjunni á föstudagskvöldið þegar Sextett Ólafs Gauks kemur saman á ný. Tónleikarnir eru hluti af Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar. „Við erum búin að vera í alltof langri pásu," segir Svanhildur Jakobsdóttir. Auk hennar eru Ólafur Gaukur og Karl Möller upprunalegir meðlimir í endurvakta bandinu, en lögin eru þau sömu, ógleymanlegir poppsmellir eins og „Segðu ekki nei", „Þú ert minn súkkulaðiís" og „Undarlegt með unga menn", sem Rúnar Gunnarsson söng. Hann féll frá árið 1972 en KK kemur í staðinn. „Ólafur Gaukur hringdi í mig og spurði hvort ég vildi taka eitt gigg með Sextettinum. Auðvitað sagði ég já og þurfti ekki einu sinni að gá í bókina. Ég hefði slaufað flestu fyrir þetta," segir KK sem segir mikla upphefð í að syngja með Sextettinum. „Maður er svo orðinn svo vanur þessari músík að maður pælir ekkert í henni. Svo þegar maður kryfur hana er það bara vá! Það er svo mikið að ske. Ólafur Gaukur útsetti fyrir ýmsa fleiri og maður heyrir strax ef hann var að verki." Hæst reis frægðarsól Sextettsins þegar Ríkissjónvarpið sýndi þættina Hér gala Gaukar, sem gerðu Svanhildi og Rúnar landsþekkt á árunum 1968-69. „Það var verið að spara svo mikið að það var tekið yfir alla þættina nema einn," segir Svanhildur. „Þar fóru heimildir forgörðum." - drg Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Stórviðburður í íslensku poppi á sér stað í Fríkirkjunni á föstudagskvöldið þegar Sextett Ólafs Gauks kemur saman á ný. Tónleikarnir eru hluti af Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar. „Við erum búin að vera í alltof langri pásu," segir Svanhildur Jakobsdóttir. Auk hennar eru Ólafur Gaukur og Karl Möller upprunalegir meðlimir í endurvakta bandinu, en lögin eru þau sömu, ógleymanlegir poppsmellir eins og „Segðu ekki nei", „Þú ert minn súkkulaðiís" og „Undarlegt með unga menn", sem Rúnar Gunnarsson söng. Hann féll frá árið 1972 en KK kemur í staðinn. „Ólafur Gaukur hringdi í mig og spurði hvort ég vildi taka eitt gigg með Sextettinum. Auðvitað sagði ég já og þurfti ekki einu sinni að gá í bókina. Ég hefði slaufað flestu fyrir þetta," segir KK sem segir mikla upphefð í að syngja með Sextettinum. „Maður er svo orðinn svo vanur þessari músík að maður pælir ekkert í henni. Svo þegar maður kryfur hana er það bara vá! Það er svo mikið að ske. Ólafur Gaukur útsetti fyrir ýmsa fleiri og maður heyrir strax ef hann var að verki." Hæst reis frægðarsól Sextettsins þegar Ríkissjónvarpið sýndi þættina Hér gala Gaukar, sem gerðu Svanhildi og Rúnar landsþekkt á árunum 1968-69. „Það var verið að spara svo mikið að það var tekið yfir alla þættina nema einn," segir Svanhildur. „Þar fóru heimildir forgörðum." - drg
Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira