Fótbolti

Kári stefnir á að ná Bröndby-leiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kári Árnason vill fara komast aftur inn á völlinn.
Kári Árnason vill fara komast aftur inn á völlinn. Mynd/E. Stefán

Kári Árnason er allur að koma til eftir hnémeiðslin sem hgann var fyrir á æfingu í janúar og hefur sett stefnuna á að vera með Esbjerg á móti Bröndby 5. apríl næstkomandi.

„Ég vonast eftir að ná Bröndby-leiknum eftir tvær vikur en ég mun ræða málið við sjúkraþjálfarann minn. Ég er farinn að sparka aftur í bolta og þá er ekki langt í að maður komist aftur inn á völlinn," sagði Kári í viðtali við heimasíðu Tips-blaðsins í Danmörku.

Kári kom til AGF á láni frá Esbjerg í janúar en hann fylgdi þá þjálfaranum Ove Pedersen sem tók við liði AGF. Meiðslin þýddu það að hann hefur enn ekki náð að spila sinn fyrsta leik með liðinu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×