Danska úrvalsdeildin í knattspyrnu hófst á nýjan leik um helgina eftir vetrarfrí. Lítið gekk þó hjá íslensku liðunum sem spiluðu.
Sölvi Geir Ottesen var sem fyrr í byrjunarliði SönderjyskE sem tapaði 2-0 OB á útivelli.
Þá komu hvorki Kári Árnason né Gunnar Heiðar Þorvaldsson við sögu er Esbjerg gerði 1-1 jafntefli við Midtjylland á laugardaginn. Kári er meiddur en Gunnar Heiðar sat á bekknum.
Bröndby er á toppi deildarinnar og getur náð fjögurra stiga forystu á OB með sigri á FC Kaupmannahöfn í risaslag deildarinnar í kvöld.
Bröndby er sem stendur með 39 stig, einu meira en OB. FCK getur þó komist á toppinn í kvöld með sigri þar sem liðið er með 37 stig.