Francisca Mwansa: kynnist Íslandi í gegnum strætórúðuna Dr. Gunni skrifar 2. mars 2009 05:00 Francisca Mwansa er kátasta kassadama landsins. Hún segir að kreppan skipti litlu máli. Ef hún er hnuggin hugsar hún bara til Guðs og verður glöð að nýju. Vísir/GVA Sama hvernig heimurinn velkist þá er eitt á hreinu: Francisca Mwansa, kátasta kassadama landsins, verður brosandi þegar hún afgreiðir þig næst í Bónus úti á Granda. Glaðværð hennar og vinsemd hefur vakið verðskuldaða athygli. „Maður fer alltaf í röðina hjá henni þótt það sé styttri röð annars staðar. Hún er alltaf svo glöð,“ segir eldri maður. Hann er ekki einn um þessa skoðun. „Ég kom hingað frá Sambíu í október árið 2000. Vinur minn hafði fundið fyrir mig vinnu á elliheimilinu Skógarbæ,“ segir Francisca. „Mér þótti ægilega skrýtið að koma hingað. Ég hafði til dæmis aldrei séð snjó áður. Ég fór að læra íslensku á námskeiði og af gamla fólkinu í vinnunni. Næst fór ég að vinna hjá samlokugerðinni Sóma en þar töluðu allir ensku svo íslenskunámið mitt lá niðri. Það eina sem var sagt á íslensku var „skera“, „ostur“ og svoleiðis. Svo fór ég að vinna fyrir rúmlega tveimur árum á kassanum í Bónus. Hingað kemur margt vinalegt og gott fólk sem er duglegt við að leiðbeina mér í málinu. Ég var feimin við að tala íslenskuna fyrst en ekki lengur.“ Francisca segist sakna fjölskyldu sinnar í Sambíu og lætur hugann stundum reika þangað þegar það er rólegt á kassanum. Hún hefur tvisvar sinnum farið heim eftir að hún flutti til Íslands og var nokkra mánuði í heimahögunum í hvort skipti. „Við búum úti í sveit, en það er algjör misskilningur hjá mörgum að ég hafi verið umkringd villidýrum, ljónum og gíröffum. Í eina skiptið sem ég hef séð ljón var nú bara þegar ég sá það í þjóðgarðinum.“ Kassadaman Francisca er kaþólsk og leggur mikla rækt við trúna. Lífið gengur daglega sinn vanagang. „Ég fer alltaf á samkomu á morgnana hjá Móður Teresu í Breiðholti og þaðan í aðra vinnu sem ég er í. Þar er ég í tvo tíma. Svo fer ég heim og í Bónus-gallann og svo er ég á kassanum frá tólf til sjö. Ég einbeiti mér að hverjum kúnna og hef eignast marga vini. Ég hef því miður ekki ferðast mikið um Ísland. Ég hef eiginlega bara séð það sem hægt er að sjá út um strætórúðuna. Þegar Bónus var úti á Seltjarnarnesi kynntist ég Seltjarnarnesi og nú er ég öllum hnútum kunnug úti á Granda. Einu sinni fór ég þó til Grundarfjarðar og einu sinni til Þingvalla. Þar er rosalega fallegt og mig langar auðvitað til að ferðast meira um þetta fallega land.“ Francisca segist sjá mikinn mun á fólki eftir að kreppan skall á. „Já, maður finnur til dæmis fyrir breytingu í strætó,“ segir hún. „Það er einhvern veginn þyngra yfir og fólk er ekki eins glatt og það var.“ En kreppan bítur ekki á Franciscu, enda á hún sér leyndarmál, sem þó er ekkert leyndarmál. „Guð er eina leyndarmálið!“ segir hún sannfærandi og verður alvarleg um stund. „Ef ég er eitthvað hnuggin hugsa ég bara til Hans og þá verð ég glöð í hvert skipti. Kreppan skiptir litlu máli. Það eina sem skiptir máli er Guð, gott fólk, börnin og náttúran. Við finnum aldrei alvöru hamingju í peningunum. Enginn banki endist að eilífu. Nema sá á himnum.“ Mest lesið „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Menning Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Inga Lind hlaut blessun á Balí Lífið Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Lífið Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Lífið Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið Lífið Elín Hall í Vogue Tíska og hönnun Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Lífið Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Lífið Fleiri fréttir Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Conclave og Emilia Perez bestu myndirnar á BAFTA „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Barnabarn Helgu Steffensen blæs lífi í Brúðubílinn Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Sjá meira
Sama hvernig heimurinn velkist þá er eitt á hreinu: Francisca Mwansa, kátasta kassadama landsins, verður brosandi þegar hún afgreiðir þig næst í Bónus úti á Granda. Glaðværð hennar og vinsemd hefur vakið verðskuldaða athygli. „Maður fer alltaf í röðina hjá henni þótt það sé styttri röð annars staðar. Hún er alltaf svo glöð,“ segir eldri maður. Hann er ekki einn um þessa skoðun. „Ég kom hingað frá Sambíu í október árið 2000. Vinur minn hafði fundið fyrir mig vinnu á elliheimilinu Skógarbæ,“ segir Francisca. „Mér þótti ægilega skrýtið að koma hingað. Ég hafði til dæmis aldrei séð snjó áður. Ég fór að læra íslensku á námskeiði og af gamla fólkinu í vinnunni. Næst fór ég að vinna hjá samlokugerðinni Sóma en þar töluðu allir ensku svo íslenskunámið mitt lá niðri. Það eina sem var sagt á íslensku var „skera“, „ostur“ og svoleiðis. Svo fór ég að vinna fyrir rúmlega tveimur árum á kassanum í Bónus. Hingað kemur margt vinalegt og gott fólk sem er duglegt við að leiðbeina mér í málinu. Ég var feimin við að tala íslenskuna fyrst en ekki lengur.“ Francisca segist sakna fjölskyldu sinnar í Sambíu og lætur hugann stundum reika þangað þegar það er rólegt á kassanum. Hún hefur tvisvar sinnum farið heim eftir að hún flutti til Íslands og var nokkra mánuði í heimahögunum í hvort skipti. „Við búum úti í sveit, en það er algjör misskilningur hjá mörgum að ég hafi verið umkringd villidýrum, ljónum og gíröffum. Í eina skiptið sem ég hef séð ljón var nú bara þegar ég sá það í þjóðgarðinum.“ Kassadaman Francisca er kaþólsk og leggur mikla rækt við trúna. Lífið gengur daglega sinn vanagang. „Ég fer alltaf á samkomu á morgnana hjá Móður Teresu í Breiðholti og þaðan í aðra vinnu sem ég er í. Þar er ég í tvo tíma. Svo fer ég heim og í Bónus-gallann og svo er ég á kassanum frá tólf til sjö. Ég einbeiti mér að hverjum kúnna og hef eignast marga vini. Ég hef því miður ekki ferðast mikið um Ísland. Ég hef eiginlega bara séð það sem hægt er að sjá út um strætórúðuna. Þegar Bónus var úti á Seltjarnarnesi kynntist ég Seltjarnarnesi og nú er ég öllum hnútum kunnug úti á Granda. Einu sinni fór ég þó til Grundarfjarðar og einu sinni til Þingvalla. Þar er rosalega fallegt og mig langar auðvitað til að ferðast meira um þetta fallega land.“ Francisca segist sjá mikinn mun á fólki eftir að kreppan skall á. „Já, maður finnur til dæmis fyrir breytingu í strætó,“ segir hún. „Það er einhvern veginn þyngra yfir og fólk er ekki eins glatt og það var.“ En kreppan bítur ekki á Franciscu, enda á hún sér leyndarmál, sem þó er ekkert leyndarmál. „Guð er eina leyndarmálið!“ segir hún sannfærandi og verður alvarleg um stund. „Ef ég er eitthvað hnuggin hugsa ég bara til Hans og þá verð ég glöð í hvert skipti. Kreppan skiptir litlu máli. Það eina sem skiptir máli er Guð, gott fólk, börnin og náttúran. Við finnum aldrei alvöru hamingju í peningunum. Enginn banki endist að eilífu. Nema sá á himnum.“
Mest lesið „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Menning Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Inga Lind hlaut blessun á Balí Lífið Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Lífið Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Lífið Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið Lífið Elín Hall í Vogue Tíska og hönnun Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Lífið Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Lífið Fleiri fréttir Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Conclave og Emilia Perez bestu myndirnar á BAFTA „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Barnabarn Helgu Steffensen blæs lífi í Brúðubílinn Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Sjá meira