Erlent

Mannfall eftir flóðbylgju í Kyrrahafi

Mynd úr safni
Mynd úr safni

Talið er að einhverjir hafi látið lífið eftir að flóðbylgja skall á Samóaeyjar í kjölfar jarðskjálfta á hafsbotni skammt frá eyjunum í Kyrrahafi nú í kvöld. Jarðskjálftinn mældist um 8,0 á Richter. Það er Sky News sem greinir frá.

Stuart Weinstein frá stofnun sem sér um flóðvarnir í Kyrrahafinu sagði fréttastofunni að tveggja metra há alda hafi skollið á höfuðborg eyjanna Pago Pago í kvöld. Hann sagði einnig að stærð hennar væri „hugsanlega mannskæð".

Stofnunin sem er með höfuðstöðvar í Honolulu á Hawai gaf út flóðbylgjuviðvörun í kjölfar skjálftans sem náði meðal annars til Nýja Sjálands.

Skjálftinn varð rétt fyrir klukkan 19:00 á svæðinu. Íbúar á eyjunni þurftu að yfirgefa hús sín í kjölfarið. Fréttir hafa borist af nokkrum eftirskjálftum sem stóðu yfir í allt að þrjár mínútur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×