Innlent

Telur verkalýðshreyfinguna hafa gert mistök

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, telur forystu verkalýðshreyfingarinnar hafa gert mikil mistök þegar ákveðið var að fresta launahækkunum í mars. Þá er hann afar ósáttur með aðkomu verkalýðshreyfingarinnar að gerð stöðugleikasáttmálans sem skrifað var undir í júní. „Hvað hefur komið út úr þessum stöðugleikasáttmála annað heldur en að launafólk hefur verið þvingað til að afsala sér sínum launahækkunum," sagði Vilhjálmur í Kastljósi í kvöld.

Mikil óvissa ríkir um framtíð stöðugleikasáttmálans og ekki útilokað að kjarasamningum verði sagt upp á morgun. Það þýðir að laun verði ekki hækkuð um 3,5% um næstu mánaðarmót líkt og kjarasamningar gera ráð fyrir.

Vilhjálmur gagnrýndi forystu ASÍ harðlega á ársfundi sambandsins fyrir helgi og sagði verkalýðshreyfinguna hafa fjarlægst grasrótina undanfarin misseri.

Vilhjálmur segir að stór mistök hafi verið gerð þegar tekin var ákvörðun um að launþegar myndu afsala sér launahækkunum í mars á þessu ári. Fjölmörg fyrirtæki, meðal annars sjávarútvegsfyrirtæki, hafi haft fulla burði til að standa að umsömdum launahækkunum. Þá bendir hann á að verði kjarasamningum sagt upp á morgun verði launþegar af launahækkunum um næstu mánaðarmót.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×