Skattaáform ríkisstjórnarinnar harðlega gagnrýnd 26. október 2009 12:11 Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ. Engin sátt er í augsýni í deilu aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda vegna stöðugleikasáttmálans. Skattaáform ríkisstjórnarinnar eru harðlega gagnrýnd en ASÍ vill að persónuafsláttur verði hækkaður um tæpar 7 þúsund krónur. Ríkisstjórnin fundaði með aðilum vinnumarkaðarins og fulltrúm sveitarfélaganna tvisvar um helgina. Lítillar bjartsýnni gætti í máli forystumanna Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands eftir fund í gær.Ekki er útilokað að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði verði sagt upp á morgun náist ekki sátt í málinu fyrir þann tíma. Aðilar vinnumarkaðarins telja að ríkisstjórnin hafi ekki staðið við sinn hluta stöðugleikasáttmálans sem undirritaður var fyrr á þessu ári. Benda þeir meðal annars á að stýrivextir eru ekki komnir niður í eins stafs tölu og þá hafi ýmsar stóriðjuframkvæmdir tafist. Boðaðar skattahækkanir ríkisstjórnarinnar hafa einnig verið gagnrýndar en Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að persónuafsláttur þurfi að hækka um allt að 6.600 krónur til að halda í við verðbólgu. „Við höfum viljað standa vörð um það sem við teljum að hafi verið fyrirheit gagnvart launafólk, varðandi hækkun á persónuafslætti, bæði verðtryggingu hans sem og sérstaka hækkun á okkar kjarasamningi. Það er greinilega allt í uppnámi. það er líka ljóst að við höfum tekið undir með atvinnulífinu að áform um nýja skatta á atvinnulífið megi ekki draga úr áformum um fjárfestingar en við höfum líka sagt að atvinnulífið verði að finna aðrar leiðir til að bera þá skatta. Þannig sameinumst við með atvinnurekendum að leggja fram ákveðnar tillögur í því. Það felur í sér þá breytingu að vinnumarkaðurinn mun bera ábyrgð á atvinnuleysinu með því að fjármagna það að fullu. það léttir verulega á rílkissjóði," sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, að loknum fundi með ráðherrum ríkisstjórnarinnar í gær. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir það vera lykilatriði að lækka stýrivextir til að tryggja fjárfestingar í atvinnulífinu. „Við þurfum að ná saman í grundvallaratriðum í skattamálunum. Við þurfum að sjá til lands í því að fjárfestingar verði með eðlilegum hætti á næsta ári. Þá snýst málið um Helguvík, það snýst um sjávarútveginn og það snýst um vextina. Við þurfum að ná þeim niður. Gagnvart sjávarútveginum þá þarf hann að fá starfsfrið og geta farið að fjárfesta á nýjan, það er svo margt af þessum toga sem þarf að fara í gegnum," sagði Vilhjálmur. Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Sjá meira
Engin sátt er í augsýni í deilu aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda vegna stöðugleikasáttmálans. Skattaáform ríkisstjórnarinnar eru harðlega gagnrýnd en ASÍ vill að persónuafsláttur verði hækkaður um tæpar 7 þúsund krónur. Ríkisstjórnin fundaði með aðilum vinnumarkaðarins og fulltrúm sveitarfélaganna tvisvar um helgina. Lítillar bjartsýnni gætti í máli forystumanna Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands eftir fund í gær.Ekki er útilokað að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði verði sagt upp á morgun náist ekki sátt í málinu fyrir þann tíma. Aðilar vinnumarkaðarins telja að ríkisstjórnin hafi ekki staðið við sinn hluta stöðugleikasáttmálans sem undirritaður var fyrr á þessu ári. Benda þeir meðal annars á að stýrivextir eru ekki komnir niður í eins stafs tölu og þá hafi ýmsar stóriðjuframkvæmdir tafist. Boðaðar skattahækkanir ríkisstjórnarinnar hafa einnig verið gagnrýndar en Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að persónuafsláttur þurfi að hækka um allt að 6.600 krónur til að halda í við verðbólgu. „Við höfum viljað standa vörð um það sem við teljum að hafi verið fyrirheit gagnvart launafólk, varðandi hækkun á persónuafslætti, bæði verðtryggingu hans sem og sérstaka hækkun á okkar kjarasamningi. Það er greinilega allt í uppnámi. það er líka ljóst að við höfum tekið undir með atvinnulífinu að áform um nýja skatta á atvinnulífið megi ekki draga úr áformum um fjárfestingar en við höfum líka sagt að atvinnulífið verði að finna aðrar leiðir til að bera þá skatta. Þannig sameinumst við með atvinnurekendum að leggja fram ákveðnar tillögur í því. Það felur í sér þá breytingu að vinnumarkaðurinn mun bera ábyrgð á atvinnuleysinu með því að fjármagna það að fullu. það léttir verulega á rílkissjóði," sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, að loknum fundi með ráðherrum ríkisstjórnarinnar í gær. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir það vera lykilatriði að lækka stýrivextir til að tryggja fjárfestingar í atvinnulífinu. „Við þurfum að ná saman í grundvallaratriðum í skattamálunum. Við þurfum að sjá til lands í því að fjárfestingar verði með eðlilegum hætti á næsta ári. Þá snýst málið um Helguvík, það snýst um sjávarútveginn og það snýst um vextina. Við þurfum að ná þeim niður. Gagnvart sjávarútveginum þá þarf hann að fá starfsfrið og geta farið að fjárfesta á nýjan, það er svo margt af þessum toga sem þarf að fara í gegnum," sagði Vilhjálmur.
Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Sjá meira