Lífið

Klárlega einn mesti húmoristi landsins

„Fyrsta sem kemur upp í hausinn á mér var þegar hann lék í Stuðmanna myndinni og fór á kostum," segir Logi Geirsson þegar hann rifjar upp hans upplifun á Flosa Ólafssyni.
„Fyrsta sem kemur upp í hausinn á mér var þegar hann lék í Stuðmanna myndinni og fór á kostum," segir Logi Geirsson þegar hann rifjar upp hans upplifun á Flosa Ólafssyni.

„Hver man ekki eftir Flosa?," svarar Logi Geirsson handboltakappi aðspurður um hans minningu um Flosa Ólafsson sem féll frá á Landspítalanum í fyrradag, 79 ára að aldri, eftir bílslys í vikunni sem leið.

„Fyrsta sem kemur upp í hausinn á mér var þegar hann lék í Stuðmanna myndinni og fór á kostum. Hann var klárlega einn mesti húmoristi landsins svo áratugum skiptir og að mig minnir leikstýrði hann Skaupinu þrisvar sinnum. Það gera það bara snillingar."

„Svo hafði faðir minn einstaklega gaman af honum. Ég veit líka eitt að ég mun aldrei gleyma þessu nafni Flosi Ólafsson," segir Logi.


Tengdar fréttir

Flosa sárt saknað

„Hans er sárt saknað,“ segir Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður um Flosa Ólafsson. Flosi lést á Landspítalanum í gær, 79 ára að aldri, eftir bílslys sem hann lenti í í vikunni sem leið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.