Völuspá Þorvaldar Bjarna 26. október 2009 07:00 Þorvaldur Bjarni er fúlskeggjaður en hann hefur haft það fyrir reglu að raka sig ekki á meðan mestu tarnirnar standa yfir. Fréttablaðið/Anton Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson hefur látið lítið fyrir sér fara að undanförnu en mun nú brjótast fram á sjónvarsviðið á nýjan leik þegar hljómsveitin Todmobile heldur upp á afmæli sitt 4. nóvember. Nýtt lag, Ertu ekki að djóka í mér?, var frumflutt á Bylgjunni á föstudaginn en Þorvaldur hefur síður en svo setið með hendur í skauti og beðið eftir afmælisdeginum. Hann flaug út til Parísar á sunnudagsmorgun til að fylgja eftir sinfóníutónleikum Lady & Bird í höfuðborg Frakklands. „Þetta er mikill heiður fyrir okkur því hljómsveitin sem flytur þetta er ein sú virtasta í Evrópu,“ segir Þorvaldur en uppselt er á þessa tónleika sem verða á miðvikudaginn. Fleira er í farvatninu hjá Þorvaldi því hann notaði tímann vel þegar hann dvaldist í nokkra mánuði í ítalska héraðinu Toscana fyrir um ári. „Ég hef verið að finna verk upp úr Völuspá sem er fyrir sinfóníuhljómsveit, kór og sópransöngkonu. Ég er að leggja lokahönd á það verk og vonandi kemur það fyrir augu og eyru almennings í vor eða sumar,“ útskýrir Þorvaldur og bætir því við að það hafi verið frábært að semja á Ítalíu. „Þetta var viðeigandi staður til að skrifa svona verk og maður getur ekki beðið eftir því að þetta fari allt saman upp. Að gera svona krefst alveg gríðarlegrar frágangsvinnu og það er mikið ferli sem tekur við þegar maður er búinn að semja.“ En eins og verk upp úr Völuspá væri ekki nóg fyrir einn mann þá hefur Þorvaldur einnig verið að vinna að óperu/söngleik með Spaugstofukónginum Karli Ágústi Úlfssyni. Þorvaldur vildi alls ekki upplýsa hvaða verk það væri, slíkt kæmi bara í ljós þegar það færi á fjalirnar. Tónskáldið og upptökustjórinn hefur haft það fyrir venju að raka sig ekki á meðan mestu tarnirnar standa yfir. Og kannski er það til marks um hversu mikið hefur verið að gera að Þorvaldur segist aldrei hafa haft svona mikið skegg. „Nei, þetta er kannski fullmikið af hinu góða, skeggið er alveg að kæfa mig.“ freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Fleiri fréttir Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Sjá meira
Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson hefur látið lítið fyrir sér fara að undanförnu en mun nú brjótast fram á sjónvarsviðið á nýjan leik þegar hljómsveitin Todmobile heldur upp á afmæli sitt 4. nóvember. Nýtt lag, Ertu ekki að djóka í mér?, var frumflutt á Bylgjunni á föstudaginn en Þorvaldur hefur síður en svo setið með hendur í skauti og beðið eftir afmælisdeginum. Hann flaug út til Parísar á sunnudagsmorgun til að fylgja eftir sinfóníutónleikum Lady & Bird í höfuðborg Frakklands. „Þetta er mikill heiður fyrir okkur því hljómsveitin sem flytur þetta er ein sú virtasta í Evrópu,“ segir Þorvaldur en uppselt er á þessa tónleika sem verða á miðvikudaginn. Fleira er í farvatninu hjá Þorvaldi því hann notaði tímann vel þegar hann dvaldist í nokkra mánuði í ítalska héraðinu Toscana fyrir um ári. „Ég hef verið að finna verk upp úr Völuspá sem er fyrir sinfóníuhljómsveit, kór og sópransöngkonu. Ég er að leggja lokahönd á það verk og vonandi kemur það fyrir augu og eyru almennings í vor eða sumar,“ útskýrir Þorvaldur og bætir því við að það hafi verið frábært að semja á Ítalíu. „Þetta var viðeigandi staður til að skrifa svona verk og maður getur ekki beðið eftir því að þetta fari allt saman upp. Að gera svona krefst alveg gríðarlegrar frágangsvinnu og það er mikið ferli sem tekur við þegar maður er búinn að semja.“ En eins og verk upp úr Völuspá væri ekki nóg fyrir einn mann þá hefur Þorvaldur einnig verið að vinna að óperu/söngleik með Spaugstofukónginum Karli Ágústi Úlfssyni. Þorvaldur vildi alls ekki upplýsa hvaða verk það væri, slíkt kæmi bara í ljós þegar það færi á fjalirnar. Tónskáldið og upptökustjórinn hefur haft það fyrir venju að raka sig ekki á meðan mestu tarnirnar standa yfir. Og kannski er það til marks um hversu mikið hefur verið að gera að Þorvaldur segist aldrei hafa haft svona mikið skegg. „Nei, þetta er kannski fullmikið af hinu góða, skeggið er alveg að kæfa mig.“ freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Fleiri fréttir Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Sjá meira