Viðskipti erlent

Stórblað: Þarft MBA gráðu til að skilja eignarhaldið á West Ham

Bandaríska stórblaðið The Los Angeles Times skýrir frá því í nýlegri umfjöllun um eignarhald á liðum í ensku úrvalsdeildinni að maður þurfi að hafa MBA gráðu í viðskiptum til að skilja eignarhaldið á West Ham.

Þetta kemur fram í viðtali blaðsins við Michael Brunskill frá eftirlitshópnum Football Supporters' Federation.

„Hvað varðar liðið West Ham frá Austur-Lundúnum gæti tekið MBA til að skilja eignarhaldið en eftir að alþjóðakreppan lagði Ísland í rúst virðist eignarhaldið hafa færst frá tveimur íslenskum bönkum yfir í fjóra íslenska banka," segir í blaðinu og Brunskill bætir því við að enginn viti í rauninni hver sé eigandi nokkurra úrvalsdeildarliða..." sem er fáránleg staða sem við finnum okkur í," segir Brunskill.

Skrautleg eignarhald á Portsmout á þessum áratug er tekin sem dæmi. Liðið var fyrst í eigu Bandaríkjamanna/Serba, síðan Frakka/Ísraela með rússneskum hreimi, síðan Araba frá Sameinuðu furstadæmunum í um 10 mínútur og loksins Saudi-Araba.

Tugur liða í úrvalsdeildinni ensku eru nú með fjóra bandaríska eigendur, einn rússneskann, einn egypskan, einn saudi-arabískan, einn íslenskan, einn frá Hong Kong og einn frá Sameinuðu arabísku fyrstadæmunum.

Ítrekað hafa nöfn þessara eigenda komið í fjölmiðum í tengslum við fréttir um mannréttindabrot og ólöglega vopnasölu. Simon Chadwick prófessor í viðskiptum segir að eina spurningin sem yfirstjórn úrvalsdeildarinnar spyrji væntanlega erlenda eigendur liða í deildinni sé hvort þeir geti borgað skuldir sínar. „Þeir spyrja ekki hvort viðkomandi sé eftirlýstur glæpamaður í öðru landi," segir Chadwick.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×