Bjartsýnn á horfurnar 2. desember 2009 06:00 Stjórnarformaður CCP telur líklegt að Íslendingar verði búnir að ná vopnum sínum aftur eftir fimm ár. Markaðurinn/Arnþór „Ég var mjög svartsýnn á horfur hér á árabilinu 2007 til 2008. En nú er ég bjartsýnn á okkar ágæta land," segir Vilhjálmur Þorsteinsson, stjórnarformaður CCP og Verne Holding. Vilhjálmur segist hafa dregið þessa ályktun eftir að hann kynnti sér stöðu efnahagsmála í heiminum um þessar mundir. „Við Íslendingar erum að fara í gegnum mikla hreinsun og munum standa uppi með hagkerfi sem skuldar tiltölulega lítið erlendis þegar upp verður staðið," segir hann og bendir á að skuldaklafinn hér sé ekki meiri en önnur lönd beri á herðum sér. Lífeyrisskuldbindingar séu nánast fullfjármagnaðar og þjóðin sé ung og vel menntuð. „Skuldirnar eru minni en menn hafa haldið. Mér sýnist að nettóskuldir þjóðarbúsins í lok þessa árs kunni að verða 35 prósent af landsframleiðslu. Það er ekki mikið í alþjóðlegum samanburði," segir Vilhjálmur, sem telur mikilvægt að leysa úr gjaldeyriskreppunni eins fljótt og auðið er nú þegar hilli undir að bankakreppunni sé að ljúka. Lykillinn að því sé að hefja samstarf við evrópska seðlabankann um gjaldmiðlastuðning við íslenska seðlabankann. Hann telur ekki útilokað að eftir fimm ár hafi hér verið tekið upp myntsamstarf við Evrópusambandið með tengingu krónu við gengi evru, ef ekki landið komið langleiðina í Evrópusambandið. Vilhjálmur bendir á að hér séu gríðarlegar náttúrulegar auðlindir sem muni verða afar verðmætar á komandi árum. Hann nefnir sérstaklega að eftir rúm þrjú ár verði tekið upp nýtt kerfi innan Evrópusambandsins til að versla með kolefnislosunarheimildir. „Ég tel að margir muni leita eftir því að koma hingað með ýmis not fyrir græna orku. Við eigum möguleika á því að verðleggja okkar orku hærra eftir því sem á líður," segir Vilhjálmur. „Þá er margt spennandi að gerast í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum, og sem betur fer eigum við ennþá frumkvöðla sem eru fullir af eldmóði. Ég tel að eftir fimm ár verðum við búin að ná vopnum okkar aftur." Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
„Ég var mjög svartsýnn á horfur hér á árabilinu 2007 til 2008. En nú er ég bjartsýnn á okkar ágæta land," segir Vilhjálmur Þorsteinsson, stjórnarformaður CCP og Verne Holding. Vilhjálmur segist hafa dregið þessa ályktun eftir að hann kynnti sér stöðu efnahagsmála í heiminum um þessar mundir. „Við Íslendingar erum að fara í gegnum mikla hreinsun og munum standa uppi með hagkerfi sem skuldar tiltölulega lítið erlendis þegar upp verður staðið," segir hann og bendir á að skuldaklafinn hér sé ekki meiri en önnur lönd beri á herðum sér. Lífeyrisskuldbindingar séu nánast fullfjármagnaðar og þjóðin sé ung og vel menntuð. „Skuldirnar eru minni en menn hafa haldið. Mér sýnist að nettóskuldir þjóðarbúsins í lok þessa árs kunni að verða 35 prósent af landsframleiðslu. Það er ekki mikið í alþjóðlegum samanburði," segir Vilhjálmur, sem telur mikilvægt að leysa úr gjaldeyriskreppunni eins fljótt og auðið er nú þegar hilli undir að bankakreppunni sé að ljúka. Lykillinn að því sé að hefja samstarf við evrópska seðlabankann um gjaldmiðlastuðning við íslenska seðlabankann. Hann telur ekki útilokað að eftir fimm ár hafi hér verið tekið upp myntsamstarf við Evrópusambandið með tengingu krónu við gengi evru, ef ekki landið komið langleiðina í Evrópusambandið. Vilhjálmur bendir á að hér séu gríðarlegar náttúrulegar auðlindir sem muni verða afar verðmætar á komandi árum. Hann nefnir sérstaklega að eftir rúm þrjú ár verði tekið upp nýtt kerfi innan Evrópusambandsins til að versla með kolefnislosunarheimildir. „Ég tel að margir muni leita eftir því að koma hingað með ýmis not fyrir græna orku. Við eigum möguleika á því að verðleggja okkar orku hærra eftir því sem á líður," segir Vilhjálmur. „Þá er margt spennandi að gerast í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum, og sem betur fer eigum við ennþá frumkvöðla sem eru fullir af eldmóði. Ég tel að eftir fimm ár verðum við búin að ná vopnum okkar aftur."
Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira