Lífið

Tveir kynnar á Óskarnum

Kynnarnir Steve Martin verður kynnir á Óskarshátíðinni í þriðja sinn á næsta ári og Alec Baldwin í fyrsta sinn.
Kynnarnir Steve Martin verður kynnir á Óskarshátíðinni í þriðja sinn á næsta ári og Alec Baldwin í fyrsta sinn.

Steve Martin og Alec Baldwin verða kynnar á næstu Óskarsverðlaunahátíð. Síðast þegar kynnar voru fleiri en einn var árið 1987 en þá fóru Chevy Chase, Goldie Hawn og Paul Hogan með gamanmál. Vangaveltur eru uppi um að Tina Fey, sem leikur á móti Baldwin í sjónvarpsþáttunum 30 Rock, muni taka þátt í að semja grínefni fyrir hátíðina.

Steve Martin hefur áður verið kynnir við afhendingu Óskarsverðlauna, árin 2001 og 2003. Hann og Baldwin leika einmitt saman í gamanmyndinni It"s Complicated sem verður frumsýnd vestanhafs á jóladag. Myndin fær væntanlega álíka mikið umtal og Australia fékk í kringum síðustu Óskarshátíð þegar aðalleikari hennar, Hugh Jackman, var kynnir. Hann þótti standa sig vel og átti þátt í því að auka áhorfið á hátíðina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.