Innlent

Stefnir í stríð milli Íslands og Bretlands um Rockall svæðið

Bretland hefur lagt inn umsókn hjá Sameinuðu þjóðunum um full yfiráð yfir Hatton-Rockall svæðinu í Norður Atlantshafi. Þar með stefni í diplómatískt stríð milli Íslands og Færeyja annarsvegar og Bretlands hinsvegar. Írland átti einnig aðild að samningaviðræðunum.

Umsókn Breta varð lögð inn til Sameinuðu þjóðanna eftir að endanlega slitnaði upp úr samningaviðræðum landanna um málið en þær hafa staðið árum saman.

Hatton-Rockall svæðið er talið auðugt af olíu en það liggur mitt á milli Bretlands og Íslands í Norður Atlantshafinu.

Í blaðinu Guardian er haft eftir talsmanni breska utanríkisráðuneytisins að þar á bæ séu menn vonsviknir yfir því að ekki hafi náðst að semja um málið milli fyrrgreindra þjóða. Jafnframt vonar ráðuneytið að þjóðir þessar muni ekki mótmæla ákvörðun Breta.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×