Öll stig Lewis Hamilton úr fyrsta móti ársins hafa verið afskrifuð eftir að dómarar komust að því að hann og McLaren liðið gáfu villandi upplýsingar varðandi atvik í mótinu í Melbourne.
Málið varðar atvik sem varð í lok mótsins þegar öryggisbíllinn kom út á brautinal. Þá fór Jarno Trulli óvart útaf brautinni og missti Lewis Hamilton framúr sér. Trulli tók sér síðan aftur fyrri stöðu, eftir að Hamilton hafði hægt á sér, vísvitandi að því virðist. Ef marka má úrskurð dómara, sem fengu ný gögn í hendurnar um málið, m.a. talsamband McLaren liðsins í mótinu.
Málið þótti svo alvarlegt að Ólafur Guðmundsson sem var dómari á mótinu í Melbourne þurfti að fljúga frá Ástralíu til Malasíu, til að taka á málinu á ný. En næsta keppni er í Malasíu um helgina.
Dómarar mótsins dæmdu McLaren brotlegt og tapar Hamilton því þriðja sætinu og öllum stigum og Trulli endurheimtir þriðja sætið í mótinu. Áður hafði Toyota íhugað áfrýjun en taldi það ekki svar kostnaði. FIA tók málið upp á sitt einsdæmi og niðurstaðan er sú að Hamilton er stigalaus.
Ítarlega verður fjallað um málið í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport kl. 21.00 í kvöld. Verður meðal annars rætt við Ólaf um málið.