Sport

Venus: Við erum bestar í heimi

Nordic Photos/Getty Images

Systurnar Serena og Venus Williams mætast í undanúrslitum á Sony Ericsson mótinu í tennis sem fram fer í Miami.

Serena lenti í vandræðum á móti Li Na og tapaði fyrsta settinu, en vann sigur 4-6 7-6 (7-1) 6-2.

Systir hennar Venus lagði tékknesku stúlkuna Ivetu Benesovu örugglega 6-1 og 6-4.

"Í mínum huga erum við bestu tenniskonur heims," sagði Venus, sem nú mætir systur sinni í tuttugasta sinn á móti á ferlinum. "Mér finnst alltaf skemmtilegast að spila við Serenu, því við fáum það besta fram úr hvor annari," sagði Venus.

Venus hefur þrisvar unnið sigur á Miami-mótinu og hefur betur 10-9 gegn systur sinni á ferlinum, þar af hefur hún unnið tvo síðustu leiki þeirra. Ef Venus vinnur þann þriðja í röð, myndi það þýða að Serena þyrfti að horfa á eftir toppsæti heimslistans í hendur Dinara Safina.

Serena hefur unnið mótið fimm sinnum á ferlinum og er núverandi meistari. "Maður fer alltaf á hærra plan þegar maður spilar við Venus, því hún er þegar á hærra plani. Uppgjafir hennar eru fastari en annara og það er skemmtilegra, þó það sé stundum ergilegt," sagði Serena.

Svetlana Kuznetsova og Victoria Azarenka mætast í hinni undanúrslitaviðureigninni á mótinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×