Innlent

Sýklalyf virðast auka líkur á sýkingum

skoðað í eyru Vilhjálmur Ari Arason skoðar lítinn sjúkling. Hann segir vísbendingar um að notkun sýklalyfja auki líkur á frekari sýkingum. Tölur um notkun sýklalyfja og fjölda barna með rör í eyrum í Vestmannaeyjum og á Egilsstöðum styðja þetta.
Fréttablaðið/Gva
skoðað í eyru Vilhjálmur Ari Arason skoðar lítinn sjúkling. Hann segir vísbendingar um að notkun sýklalyfja auki líkur á frekari sýkingum. Tölur um notkun sýklalyfja og fjölda barna með rör í eyrum í Vestmannaeyjum og á Egilsstöðum styðja þetta. Fréttablaðið/Gva

Landlæknisembættið hefur gefið út nýjar leiðbeiningar um meðferð við bráðri eyrnabólgu. Ástæðan er meðal annars ör fjölgun lyfjaónæmra baktería í heiminum en þar standa Íslendingar mjög illa að vígi. Sýklalyfjanotkun hér er allt að fjörutíu prósentum meiri en annar staðar á Norðurlöndunum.

„Vísbendingar eru um að notkun sýklalyfja auki líkur á frekari sýkingum,“ segir Vilhjálmur Ari Arason læknir. Rannsóknir sýna að á meðan snardró úr notkun sýklalyfja á Egilsstöðum þurftu færri börn að fá rör í eyrun. Í Vestmannaeyjum jókst notkunin og lætur nærri að annað hvert barn þar fái rör vegna ítrekaðra sýkinga í eyrum.- kdk / sjá Allt




Fleiri fréttir

Sjá meira


×