Viðskipti erlent

Hagnaður NIB eykst verulega milli ára

Hagnaður Norræna fjárfestingarbankans (NIB) nam 231 milljónum evra, eða rúmum 42,5 milljörðum kr., á tímabilinu janúar til ágúst í ár. Til samanburðar nam hagnaður bankans 30 milljónum evra á sama tímabili í fyrra.

Í uppgjöri bankans fyrir fyrstu níu mánuði ársins kemur fram að efnahagsreikningur NIB nemur nú 22,3 milljörðum evra. Útistandandi lán nema tæpum 13,6 milljörðum evra og lausafjárstaðan nemur tæpum 3,5 milljörðum evra.

Johnny Åkerholm forstjóri NIB segir í tilkynningu um uppgjörið að bankinn hafi getað útvegað sér lán á hagstæðum kjörum í krafti AAA lánshæfismats síns. Bankinn eigi von á að eftirspurn eftir lánum frá honum verði áfram mikil út þetta ár.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×