Formúla 1

Webber vill annan sigur í lokamótinu

Mark Webber fagnaði sigri í síðustu keppni og vill ljúka tímatbilinu með öðrum.
Mark Webber fagnaði sigri í síðustu keppni og vill ljúka tímatbilinu með öðrum. Mynd: Getty Images

Ástralinn Mark Webber vann síðustu keppni, þó það félli í skuggann á því að Jenson Button varð meistari. Webber stefnir á sigur í lokamótinu í Abu Dhabi um næstu helgi.

"Ég geri ráð fyrir að Red Bull bíllinn verði góður á götu Abu Dhabi. Við höfum verið öflugir frá því í Singapúr og því ættum við að geta barist á toppnum", sagði Webber.

"Mér sýnist að brautin í Abu Dhabi sé skemmtileg, en hún er bæði með hröðum köflum og hægum. Ég geri ráð fyrir því að það verði mikið ryk á brautinni til að byrja með, en hún ætti að hreinsast á æfingunum á föstudaginn. Mér finnst alltaf gaman að mæta á nýjar brautir og þessi lítur vel út", sagði Webber.

Í ljósi þess að úrslitinu í titilslagnum er þegar ráðinn þá er barist um heiðurinn að vinna fyrsta mótið á nýrri braut. Brautarstæðið í Abu Dhabi er það veglegasta sem byggt hefur verið og liggur m.a. um hafnarsvæði sem var búið til í kringum brautina. Mótið hefst í dagsbirtu en lýkur í flóðljósum.

Sjá brautarlýsingu












Fleiri fréttir

Sjá meira


×