Lífið

Spánverjar kaupa Himnaríki

jón kalman stefánsson Útgáfu­félög um alla Evrópu hafa sýnt bókum Jóns Kalmans mikinn áhuga að undanförnu.
jón kalman stefánsson Útgáfu­félög um alla Evrópu hafa sýnt bókum Jóns Kalmans mikinn áhuga að undanförnu.

„Þetta eru viðamikil forlög víða um heim sem eru að veðja á hann, enda fékk hann einróma lof fyrir þessa bók hérna heima," segir Guðrún Vilmundardóttur hjá Veröld og Bjarti.

Eitt stærsta útgáfufyrirtækið í hinum spænskumælandi heimi, Salamandra á Spáni, hefur tryggt sér útgáfuréttinn á bók Jóns Kalmans Stefánssonar, Himnaríki og helvíti. Fyrirtækið gefur einnig út bækur eftir höfunda á borð við J.K. Rowling, Nick Hornby og Khaled Hosseini. Forlagið Ambo Anthos í Hollandi hefur sömuleiðis keypt réttinn á bókinni ásamt ítalska útgáfufélaginu Iperborea sem þurfti að keppa um útgáfuréttinn við mörg af stærstu forlögum Ítalíu.

Áður höfðu þýsk, frönsk, sænsk og dönsk útgáfufélög tryggt sér réttinn að bókinni. Þessi mikli áhugi á rætur að rekja til þess þegar Christopher MacLehose, sem er goðsögn í breskri bókaútgáfu, tryggði sér réttinn að Himnaríki fyrir tæpu ári.

Jón Kalman er að vonum glaður yfir áhuganum á bókinni.

„Maður veit aldrei hvað gerist þegar maður sendir bók frá sér. Það kom mér kannski á óvart að svona margir hefðu áhuga á sjómennsku," segir hann. „En þetta er oft spurning um heppni og tilviljun." Áhuginn að utan auðveldar Jóni að einbeita sér að skrifum í framtíðinni.

„Þetta hjálpar til við heimilisbókhaldið og ef vel gengur er maður glaður. Þetta er gott klapp á bakið."- fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.