Innlent

Vill opinn glugga til minningar um Búsáhaldabyltinguna

Fjölmenni mótmælti á Austurvelli í byrjun ársins. Mynd/ Vilhelm.
Fjölmenni mótmælti á Austurvelli í byrjun ársins. Mynd/ Vilhelm.
Þór Saari, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, vill að á Alþingi verði opinn gluggi sem standi að Austurvelli til minningar um Búsáhaldabyltinguna í janúar.

„Því að það vorum við sem stóðum þarna fyrir utan og hrópuðum og vildum koma inn með okkar breytingar. Nú er sá tími liðinn og nú viljum við hleypa þessum röddum inn. Að mínu mati skiptir það máli þó að það væri ekki nema með táknrænum hætti að það væri einn gluggi sem væri opinn sem sneri að Austurvelli," sagði Þór í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.

Þá sagðist Þór vilja breytingar á þingskaparlögum þannig að þingmenn þyrftu ekki endilega að ganga um með bindi. Hann vill jafnframt breytingar þannig að þingmenn þurfi ekki að ávarpa hvern annan háttvirtan þingmann og þurfi ekki að ávarpa ráðherrana með orðunum hæstvirtur ráðherra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×