Erlent

Rússneskir birnir flugu inn í íslenska lofthelgi

Vélarnar voru komnar inn í lofthelgi Íslands.
Vélarnar voru komnar inn í lofthelgi Íslands.
Danski flugherinn bægði tveimur rússneskum orrustuþotum frá Íslandi í dag, en danski herinn sinnir um þessar mundir loftrýmisgæslu yfir Íslandi. Vélarnar höfðu sett stefnuna í lofthelgi Íslands. Flugherinn brást við eftir að ferða Rússanna hafði orðið vart á ratsjám. Sendi danski flugherinn F-16 vélar á móti rússnesku flugvélunum sem voru af svokallaðri bjarnargerð. Rússnesku vélarnar sneru við þegar þær voru um 100 kílómetrum norður af landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×