Í tilefni afmælis Ellert B. Schram skrifar 10. október 2009 06:00 Í dag, tíunda október, tek ég enn einu sinni upp á því að eiga afmæli. Það sjötugasta, hvorki meira né minna og enda þótt það þyki sumum hár aldur, þá er ekkert annað í kortunum en taka því. Annars væri ég dauður! Það kann að þykja óvanalegt uppátæki að skrifa blaðagrein í tilefni af eigin afmæli en það er þó alténd skárra heldur en að semja minningargrein um sjálfan sig! Ekki það að ég taki mér penna í hönd til að skrifa um mig lofmæli eða afrekasögu. Það bíður betri tíma. Nei, tilefni þessarar greinar er fyrst og fremst að koma á framfæri þakklæti til alls þess samferðafólks sem ég hef mætt á þessari sjötíu ára lífsleið minni. Ég hef nefnilega verið svo heppinn á þessari skemmtilegu vegferð, að eiga þess kost að kynnast, starfa með, skemmta mér með og jafnvel rífast við mann og annan, sem hefur verið dásamlegur þverskurður af fólki eins og það gerist best. Í skólanum í gamla daga, fótboltanum, lögfræðinni, blaðamennskunni, embættisstörfum, þingmennsku, stjórnmálaflokkunum, á golfvellinum, í fjölskyldunni og forystu allskyns félagasamtaka hef ég átt því láni að fagna að kynnast konum og körlum af öllum stærðum og gerðum, sem hafa glatt mitt hjarta og kennt mér svo margt. Ég hélt lengi að ég væri útvalinn og einstök guðsgjöf, einn og sér, en ég hef fyrir löngu áttað mig á því, að manneskjurnar, hver um sig, eru allar guðsgjafir og í rauninni engin annarri merkilegri. En merkilega merkilegar samt. Og fyrir vikið hef ég tröllatrú á framtíð hins íslenska samfélags. Nú stæði auðvitað upp á mig, á þessum tímamótum, að bjóða öllu þessu fólki til veislu og láta það syngja afmælissönginn og hrópa húrra fyrir mér. Mikið væri það gaman að sjá ykkur öll.En þá þyrftu gestirnir að kaupa gjafir og blóm, sem ég þarf ekkert á að halda. Bæði á ég nóg af veraldlegum eignum og svo væri það sennilega stílbrot, ekki satt, í miðri kreppunni. Af mér er það að frétta að ég er enn að leita að steininum helga, er við hestaheilsu og nokkuð ern miðað við allt sem gengið hefur á um dagana. Ég er enn í farsælu hjónabandi með Ágústu, sem segir meira um hana og ágæti hennar, heldur en mig. Og öll börnin sjö sýna mér væntumþykju og meiri virðingu en ég á skilið. En síðast en ekki síst vil ég sem sagt nota þennan afmælisdag minn til að koma kveðjum til allra þeirra sem hafa haft saman við mig að sælda á gengnum áratugum og gefið mér trú og sannfæringu fyrir því lögmáli að lífið eru skin og skúrir, flóð og fjara, sorg og gleði, hlátur og grátur, vor og haust, upp og niður, upp og niður. Sól sest, sól rís. Sem þýðir það eitt að upp úr kreppunni munum við rísa og bjartir dagar munu bíða okkar áður en um langt líður. Með bestu afmælis- og baráttukveðjum. Höfundur er kominn á áttræðisaldur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag, tíunda október, tek ég enn einu sinni upp á því að eiga afmæli. Það sjötugasta, hvorki meira né minna og enda þótt það þyki sumum hár aldur, þá er ekkert annað í kortunum en taka því. Annars væri ég dauður! Það kann að þykja óvanalegt uppátæki að skrifa blaðagrein í tilefni af eigin afmæli en það er þó alténd skárra heldur en að semja minningargrein um sjálfan sig! Ekki það að ég taki mér penna í hönd til að skrifa um mig lofmæli eða afrekasögu. Það bíður betri tíma. Nei, tilefni þessarar greinar er fyrst og fremst að koma á framfæri þakklæti til alls þess samferðafólks sem ég hef mætt á þessari sjötíu ára lífsleið minni. Ég hef nefnilega verið svo heppinn á þessari skemmtilegu vegferð, að eiga þess kost að kynnast, starfa með, skemmta mér með og jafnvel rífast við mann og annan, sem hefur verið dásamlegur þverskurður af fólki eins og það gerist best. Í skólanum í gamla daga, fótboltanum, lögfræðinni, blaðamennskunni, embættisstörfum, þingmennsku, stjórnmálaflokkunum, á golfvellinum, í fjölskyldunni og forystu allskyns félagasamtaka hef ég átt því láni að fagna að kynnast konum og körlum af öllum stærðum og gerðum, sem hafa glatt mitt hjarta og kennt mér svo margt. Ég hélt lengi að ég væri útvalinn og einstök guðsgjöf, einn og sér, en ég hef fyrir löngu áttað mig á því, að manneskjurnar, hver um sig, eru allar guðsgjafir og í rauninni engin annarri merkilegri. En merkilega merkilegar samt. Og fyrir vikið hef ég tröllatrú á framtíð hins íslenska samfélags. Nú stæði auðvitað upp á mig, á þessum tímamótum, að bjóða öllu þessu fólki til veislu og láta það syngja afmælissönginn og hrópa húrra fyrir mér. Mikið væri það gaman að sjá ykkur öll.En þá þyrftu gestirnir að kaupa gjafir og blóm, sem ég þarf ekkert á að halda. Bæði á ég nóg af veraldlegum eignum og svo væri það sennilega stílbrot, ekki satt, í miðri kreppunni. Af mér er það að frétta að ég er enn að leita að steininum helga, er við hestaheilsu og nokkuð ern miðað við allt sem gengið hefur á um dagana. Ég er enn í farsælu hjónabandi með Ágústu, sem segir meira um hana og ágæti hennar, heldur en mig. Og öll börnin sjö sýna mér væntumþykju og meiri virðingu en ég á skilið. En síðast en ekki síst vil ég sem sagt nota þennan afmælisdag minn til að koma kveðjum til allra þeirra sem hafa haft saman við mig að sælda á gengnum áratugum og gefið mér trú og sannfæringu fyrir því lögmáli að lífið eru skin og skúrir, flóð og fjara, sorg og gleði, hlátur og grátur, vor og haust, upp og niður, upp og niður. Sól sest, sól rís. Sem þýðir það eitt að upp úr kreppunni munum við rísa og bjartir dagar munu bíða okkar áður en um langt líður. Með bestu afmælis- og baráttukveðjum. Höfundur er kominn á áttræðisaldur.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar