Erlent

Auglýsing með Keiru Knightly bönnuð í Bretlandi

Auglýsing sem breska leikkonan Keira Knightly lék í og ætlað er að vekja fólk til umhugsunar um heimilisofbeldi hefur verið bönnuð í Bretlandi. Auglýsingin er gerð fyrir bresku góðgerðarsamtökin Women's Aid og átti að sýna hana í kvikmyndahúsum víðs vegar um Bretland næstu mánuðina.

Skömmu eftir frumsýningu greip auglýsingaeftirlitið þar í landi hins vegar í taumana og bannaði auglýsinguna. Talsmenn samtakanna segja ákvörðun eftirlitsins skammarlega og að verið sé að fela raunveruleika heimilisofbeldis fyrir almenningi.

Hægt er að sjá auglýsinguna hér en Vísir varar viðkvæma við efni hennar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×