Tónlist

Hraunað yfir Britpoppið

Kennir Cobain um uppgang britpoppsins Luke Haines er bitur og reiður.
Kennir Cobain um uppgang britpoppsins Luke Haines er bitur og reiður.
Luke Haines sem var aðal í hljómsveitunum Auteurs og Black Box Recorder fer ófögrum orðum um samtíðarmenn sína í breska poppinu í ævisögu sinni Bad Vibes: Britpop And My Part In Its Downfall, sem nýkomin er út. Oasis segir Luke vera „kærulausa blekkingu að norðan" og meðlimir Blur eru samkvæmt honum „venjulegar hermikrákur" sem fjölmiðlar blésu upp úr öllu valdi. Radiohead fær svo verstu meðferðina. Það listarokkband segir Luke vera „viðbjóðslega þungarokkshljómsveit".

Söguskoðun Lukes er sú að með sjálfsmorði sínu hafi Kurt Cobain óvart komið Britpoppinu af stað. „Án snubbótts enda Nirvana hefði uppdiktuð barátta Oasis og Blur um fyrsta sæti smáskífulistans aldrei átt sér stað," skrifar Luke. „Kurt fór og skildi dyrnar eftir opnar."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×