Viðskipti innlent

Segir aðalfundi bankanna hugsanlega ólöglega

Pétur Blöndal
Pétur Blöndal
Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á Alþingi í morgun að allir aðalfundir nýju ríkisbankanna, stjórnir þeirra og ráðstafanir kynnu að vera ógildar þar sem ekki hefði verið fylgt lögum um opinber hlutafélög.

Pétur Blöndal benti á ríkið hefði í kjölfar bankahrunsins eignast fjöldann allan af fyrirtækjum, þar á meðal þrjá banka, sem aftur væru svo að eignast önnur fyrirtæki, og nefndi Árvakur sem dæmi. Pétur sagði lög um opinber hlutafélög mjög afdráttarlaus um hvenær fyrirtæki ættu að falla undir lögin, en þau gerðu meðal annars kröfu um um jafnræði milli kynja í stjórnum.

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra taldi það hins vegar langsótt að fyrirtæki sem lentu tímabundið í umsjá ríkisins teldust opinber hlutafélög en kvaðst þó ætla að taka ábendinguna til skoðunar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×