Bæjarstjóri hvetur fólk til að hætta að borga 11. janúar 2009 16:40 „Sum okkar munu væntanlega láta hirða af okkur fínu bílana okkar sem við fengum á hagstæðu myntkörfulánunum sem allir vildu lána okkur. Einhverjir tapa húsunum sínum og sum okkar fara jafnvel á hausinn. En það drepur okkur ekki! Þetta eru bara einfaldlega veraldlegir hlutir sem við getum alveg sætt okkur við að missa. Í öllum bænum, ekki fara að eyðileggja líf ykkar á því, að fara að reyna að borga þetta allt saman. Sumt af þessu verður aldrei hægt að borga og því fyrr sem maður áttar sig á því, þeim mun betra. Það voru ekki við sem komum Íslandi á hausinn," Svo hljóðar hluti af áramótaræðu Ólafs H. Sigurðssonar bæjarstjóra Seyðisfjarðar og oddvita sjálfstæðismanna þar. Hann hvatti í ræðunni til þess að fólk hætti frekar að borga af lánum sínum en að rembast við að borga af lánum sem það geti aldrei greitt upp. „Að brasa við það að eyða jafnvel einhverjum áratugum í það að borga af einhverju sem þeir geta í raun ekki borgað af. Af hverju eiga menn að setja sig í þá stöðu þegar það er ekki þeim sjálfum að kenna?," sagði Ólafur í samtali við Fréttastofu. Hann segir stjórnvöld algerlega hafa brugðist og gagnrýnir þau harðlega fyrir að gera ekki nóg til að hjálpa skuldurum. Allar aðgerðir gangi út á að lengja í snörunni. „Hér er allt gert til að gulltryggja þá sem lána pening, áttu pening og eiga pening. Það gleymist allt þetta fólk sem hefur tekið lán í góðri trú. Verið tilbúið til að borga hæstu vexti sem sjást í heiminum, og hafa verið í skilum fram að þessu kjaftæði. Það á allt í einu að gleyma þessu fólki og setja það út á guð og gaddinn." Ólafur þekkir það af eigin raun að eiga erfitt með að greiða af skuldum. Hann byggði hús á Neskaupsstað skömmu eftir að verðtrygging lána var tekin upp. Hann tók lán fyrir litlum hluta hússins, og byggði það sjálfur. Verðbólgan fór af stað og næstu ár barðist Ólafur við að halda húsinu. Þegar hann seldi það og flutti á Seyðisfjörð árið 1998, fjórtán árum eftir að hann byggði húsið, vantaði eina og hálfa milljón upp á það sem hann fékk fyrir íbúðina að hann gæti borgað lánin. „Þarna eyddi ég að mínu mati mínum bestu árum í tómt rugl, vinnandi allan sólarhringinn," segir Ólafur, sem myndi ekki gera það sama nú. Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
„Sum okkar munu væntanlega láta hirða af okkur fínu bílana okkar sem við fengum á hagstæðu myntkörfulánunum sem allir vildu lána okkur. Einhverjir tapa húsunum sínum og sum okkar fara jafnvel á hausinn. En það drepur okkur ekki! Þetta eru bara einfaldlega veraldlegir hlutir sem við getum alveg sætt okkur við að missa. Í öllum bænum, ekki fara að eyðileggja líf ykkar á því, að fara að reyna að borga þetta allt saman. Sumt af þessu verður aldrei hægt að borga og því fyrr sem maður áttar sig á því, þeim mun betra. Það voru ekki við sem komum Íslandi á hausinn," Svo hljóðar hluti af áramótaræðu Ólafs H. Sigurðssonar bæjarstjóra Seyðisfjarðar og oddvita sjálfstæðismanna þar. Hann hvatti í ræðunni til þess að fólk hætti frekar að borga af lánum sínum en að rembast við að borga af lánum sem það geti aldrei greitt upp. „Að brasa við það að eyða jafnvel einhverjum áratugum í það að borga af einhverju sem þeir geta í raun ekki borgað af. Af hverju eiga menn að setja sig í þá stöðu þegar það er ekki þeim sjálfum að kenna?," sagði Ólafur í samtali við Fréttastofu. Hann segir stjórnvöld algerlega hafa brugðist og gagnrýnir þau harðlega fyrir að gera ekki nóg til að hjálpa skuldurum. Allar aðgerðir gangi út á að lengja í snörunni. „Hér er allt gert til að gulltryggja þá sem lána pening, áttu pening og eiga pening. Það gleymist allt þetta fólk sem hefur tekið lán í góðri trú. Verið tilbúið til að borga hæstu vexti sem sjást í heiminum, og hafa verið í skilum fram að þessu kjaftæði. Það á allt í einu að gleyma þessu fólki og setja það út á guð og gaddinn." Ólafur þekkir það af eigin raun að eiga erfitt með að greiða af skuldum. Hann byggði hús á Neskaupsstað skömmu eftir að verðtrygging lána var tekin upp. Hann tók lán fyrir litlum hluta hússins, og byggði það sjálfur. Verðbólgan fór af stað og næstu ár barðist Ólafur við að halda húsinu. Þegar hann seldi það og flutti á Seyðisfjörð árið 1998, fjórtán árum eftir að hann byggði húsið, vantaði eina og hálfa milljón upp á það sem hann fékk fyrir íbúðina að hann gæti borgað lánin. „Þarna eyddi ég að mínu mati mínum bestu árum í tómt rugl, vinnandi allan sólarhringinn," segir Ólafur, sem myndi ekki gera það sama nú.
Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira