Lífið

Smámunasamur Brand

Einnar konu maður. Russell Brand vill kvænast og eignast börn.
Einnar konu maður. Russell Brand vill kvænast og eignast börn.

Glaumgosinn Russell Brand sagði í nýlegu sjónvarpsviðtali að hann væri tilbúinn að festa ráð sitt og eignast börn. Hann og söngkonan Katy Perry hafa verið í sambandi síðustu tvo mánuði og nýlega kynnti söngkonan hann fyrir foreldrum sínum, sem báðir starfa sem prestar.

„Það var djúp þrá inni í mér sem ég hélt ranglega að væri losti. Ég hélt ég væri lauslátur en í rauninni var ég bara smámunasamur í leit minni að þeirri réttu. Nú er ég einstaklega hamingjusamur,“ sagði grínistinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.