Innlent

Ný ríkisstjórn á sunndaginn

Ný ríkisstjórn mun væntanlega taka við völdum á sunnudaginn eftir fundi flokksráðs Vinstri grænna og flokksstjórnar Samfylkingarinnar. Endurreisn atvinnulífsins og stöðugleiki verða mikilvægustu verkefni nýrrar ríkisstjórnar segir forsætisráðherra.

Stjórnarsáttmálinn verður kynntur þingflokkum Vinstri grænna og Samfylkingarinnar um helgina.

Sáttmálinn verður borinn undir flokksráð vinstri grænna til samþykkis á sunnudaginn og sama dag mun flokkstjórn Samfylkingarinnar taka afstöðu til málsins.

Stjórnarmyndunarviðræður hafa staðið yfir í tæpar tvær vikur en forsætisráðherra segir endurreisn atvinnulífsins og stöðugleiki helstu verkefni nýrrar ríkisstjórnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×