Stórsókn gegn Talíbönum Guðjón Helgason skrifar 8. maí 2009 11:55 Íbúar í Mingora, höfuðstað Swat-dals í norðvestur Pakistan, að leggja á flótta vegna átaka þar nærri. MYND/AP Mörg hundruð þúsund íbúar hafa lagt á flótta frá átakasvæðum í norðvestur Pakistan. Þarlend stjórnvöld hófu í gær stórsókn gegn Talíbönum nærri landamærunum að Afganistan. Allt stefnir í einn mesta flóttamannastraum heims um leið og miklir og jafnvel langvinnir bardagar eru að hefjast í Pakistan. Yusuf Raza Gilani, forsætisráðherra Pakistans, tilkynnti í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi að uppræta ætti sveitir herskárra í landinu. Þar með mun hafin stórsókn gegn Talíbönum og liðsmönnum al Kaída í landinu en ríkisstjórn Pakistans hafði þar til fyrir skömmu reynt að friðmælast við Talíbanana úr þeim hópi. Samið var að Talíbanar fengju Swat-dal í norð-vestur Pakistan nærri landamærunum að Afganistan og gætu tekið upp íslömsk sharía-lög þar. Talíbanar héldu siðan áfram að leggja undir sig landsvæði og fór að nálgast höfuðborgina Íslamabad. Árásir hófust í morgun. Sprengjum hefur verið varpað á mörg skotmörk á svæðinu og landhernaður hafinn. Talsmaður pakistanska hersins segir útlit fyrir að sóknin verði lagnvinn því herskáir hópar í Swat-dal hafi haft tíma til að koma sér fyrir og styrkja stöðu sína meðan reynt var að semja um frið. Talíbanar og liðsmenn al-Kaída hafi náð að losa sig við stuðningsmenn stjórnvalda á svæðinu og rekið langflesta úr þeim hópi á flótta. Swat-dalur og nærliggjandi svæði sé draumastaðurinn fyrir skæruliða til að verjast enda sé það erfitt yfirferðar og víða geti leyniskyttur falið sig. Pakistanski stjórnarherinn nái sigri í stóru orrustunum í fyrstu en það sem komi á eftir valdi áhyggjum. Fréttaritari BBC í Pakistan segir þarlend stjórnvöld sannfærð um að þau hafi stuðning almennings við aðgerðirnar en það geti breyttst ef margir almennir borgarar falli. Talið er að um 200 þúsund manns hafi flúið Swat-dal aðeins á allra síðustu sólahringum og í heildina hafi hátt í ein milljón manna lagt á flótta síða í ágúst í fyrra. Hjálparasamtök vara við að einhver mest flóttamannavandi í heimi sé nú að skapast í Pakistan og hjálpar sé þörf. Gilani hefur óskað eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins svo hjálpa megi flóttafólkinu. Starfsmenn alþjóðlegra hjálparsamtaka segja ástandið hörmulegt. Margir hafi lagt á flótta með stuttum fyrirvara, fólk hafi orði viðskila við ættingja og vini og þörf sé á áfallahjálp ekki síður en mat og lyfjum. Erlent Fréttir Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Innlent Fleiri fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Sjá meira
Mörg hundruð þúsund íbúar hafa lagt á flótta frá átakasvæðum í norðvestur Pakistan. Þarlend stjórnvöld hófu í gær stórsókn gegn Talíbönum nærri landamærunum að Afganistan. Allt stefnir í einn mesta flóttamannastraum heims um leið og miklir og jafnvel langvinnir bardagar eru að hefjast í Pakistan. Yusuf Raza Gilani, forsætisráðherra Pakistans, tilkynnti í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi að uppræta ætti sveitir herskárra í landinu. Þar með mun hafin stórsókn gegn Talíbönum og liðsmönnum al Kaída í landinu en ríkisstjórn Pakistans hafði þar til fyrir skömmu reynt að friðmælast við Talíbanana úr þeim hópi. Samið var að Talíbanar fengju Swat-dal í norð-vestur Pakistan nærri landamærunum að Afganistan og gætu tekið upp íslömsk sharía-lög þar. Talíbanar héldu siðan áfram að leggja undir sig landsvæði og fór að nálgast höfuðborgina Íslamabad. Árásir hófust í morgun. Sprengjum hefur verið varpað á mörg skotmörk á svæðinu og landhernaður hafinn. Talsmaður pakistanska hersins segir útlit fyrir að sóknin verði lagnvinn því herskáir hópar í Swat-dal hafi haft tíma til að koma sér fyrir og styrkja stöðu sína meðan reynt var að semja um frið. Talíbanar og liðsmenn al-Kaída hafi náð að losa sig við stuðningsmenn stjórnvalda á svæðinu og rekið langflesta úr þeim hópi á flótta. Swat-dalur og nærliggjandi svæði sé draumastaðurinn fyrir skæruliða til að verjast enda sé það erfitt yfirferðar og víða geti leyniskyttur falið sig. Pakistanski stjórnarherinn nái sigri í stóru orrustunum í fyrstu en það sem komi á eftir valdi áhyggjum. Fréttaritari BBC í Pakistan segir þarlend stjórnvöld sannfærð um að þau hafi stuðning almennings við aðgerðirnar en það geti breyttst ef margir almennir borgarar falli. Talið er að um 200 þúsund manns hafi flúið Swat-dal aðeins á allra síðustu sólahringum og í heildina hafi hátt í ein milljón manna lagt á flótta síða í ágúst í fyrra. Hjálparasamtök vara við að einhver mest flóttamannavandi í heimi sé nú að skapast í Pakistan og hjálpar sé þörf. Gilani hefur óskað eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins svo hjálpa megi flóttafólkinu. Starfsmenn alþjóðlegra hjálparsamtaka segja ástandið hörmulegt. Margir hafi lagt á flótta með stuttum fyrirvara, fólk hafi orði viðskila við ættingja og vini og þörf sé á áfallahjálp ekki síður en mat og lyfjum.
Erlent Fréttir Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Innlent Fleiri fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Sjá meira