Innlent

Sex eru enn í haldi vegna átaka í gær

Sex Pólverjar eru enn í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna rannsóknar á blóðugum átökum í fjölbýlishúsi við Kríuhóla í Reykjavík í gærdag. Þremur hefur verið sleppt en einn er enn á sjúkrahúsi. Ekki liggur fyrir hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir einhverjum þeirra sem sitja inni. Tildrög átakanna eru enn óljós en þau voru hörð, þótt ekki væri beitt vopnum eða bareflum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×