Innlent

Ófært víða vegna veðurs

Ófært er á Eyrarfjalli, Lágheiði, Hólasandi, Vatnsskarði eystra og Öxi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Þar kemur jafnframt fram að á Vesturlandi eru hálkublettir á Fróðarheiði og Bröttubrekku. Hálkublettir og skafrenningur er á Holtavörðuheiði.

Á Vestfjörðum er Eyrarfjall ófært. Þungfært er á Hrafnseyrarheiði og hálkublettir á Dynjandisheiði. Hálkublettir og éljagangur eru á Gemlufallsheiði. Snjóþekja er á Steingrímsfjarðarheiði. Þungfært er á veginum norður í Árneshrepp á Ströndum.

Á Norðurlandi eru hálkublettir og éljagangur milli Laugarbakka og Blönduós. Snjóþekja er á Vatnsskarði og þæfingsfærð er á Þverárfjalli. Þæfingsfærð og éljagangur eru á Siglufjarðarvegi. Ófært er á Lágheiði. Snjóþekja er í Eyjafirði.

Á Norðaustur- og Austurlandi er vetrarfærð á nokkrum leiðum. Snjóþekja er á Víkurskarði og ófært er á Hólasandi.

Snjóþekja og éljagangur er á Mývatnsheiði og Þæfingsfærð á Mývatnsöræfum. Snjóþekja er á Möðrudalsöræfum, Vopnafjarðarheiði og Sandvíkurheiði og einnig út við ströndina. Vatnsskarð eystra er ófært. Hálka og skafrenningur er á Fjarðarheiði og hálka í Fagradal. Hálkublettir eru á Oddskarði. Ófært er á Öxi.

Vegna gerðar undirganga á Akureyri verður Hörgárbraut norðan Skúta lokaður frá 7 maí til 4 júní. Hjáleið er um Krossanesbraut. Í Múlagöngum verða tafir á umferð næstu daga frá klukkan níu á kvöldin til hálf sjö á morgnana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×