Innlent

Í vandræðum á Vatnajökli

Hópur gönguskíðamanna sem telur átta manns er í vandræðum á Vatnajökli og eru björgunarsveitarmenn á leið til þeirra. Að sögn Landsbjargar amar ekkert að fólkinu en hópurinn hefst við í tjölfum á milli Grímsvatna og Esjufjalla.

Fólkið er þó uppgefið en veður á svæðinu er slæmt og ofankoma mikil. Fólkið hefur þurft að moka snjó af tjöldum sínum í alla nótt. Í tillkynningu frá Landsbjörgu segir að um 30 björgunarsveitarmenn taki þátt í aðgerðunum og séu á leiðinni á vélsleðum og snjóbílum.

Búist er við því að nokkra klukkutíma taki fyrir sveitarmenn að komast að fólkinu.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×