Innlent

Jóhanna og Steingrímur buðu mótmælendum á fund

MYNd/Vilhelm
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra tóku á móti mótmælendum fyrir framan Stjórnarráðið í dag og buðu síðan nokkrum fulltrúum þeirra á fund. Á myndinni má meðal annars þekkja Sturlu Jónsson, vörubílstjóra, sem hefur verið iðinn við að mótmæla síðustu misserin.




Tengdar fréttir

Um áttatíu manns mótmæla ástandinu

Um áttatíu manns mættu á Austuvöll í dag en klukkan eitt hafði verið boðað til mótmæla framan Alþingishúsið vegna aðgerðarleysis stjórnvalda í málefnum heimilanna. Hópurinn hefur nú fært sig frá Austurvelli yfir að Stjórnarráðinu eins og ráð var fyrir gert. ASÍ hvetur almenning til að taka þátt enda þolinmæðin gagnvart aðgerðarleysi stjórnvalda þrotin.

ASÍ hvetur til mótmæla á Austurvelli í dag

Í dag klukkan 13 verður efnt til mótmæla fyrir framan Alþingishúsið vegna aðgerðarleysis stjórnvalda í málefnum heimilanna. Frá Austurvelli verður síðan gengið að Stjórnarráðinu. ASÍ hvetur almenning til að taka þátt enda þolinmæðin gagnvart aðgerðarleysi stjórnvalda þrotin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×