Parketið bíður 20. apríl 2009 16:45 "Það er bara skítaveður úti. Það er það eina sem ég hef áhyggjur af," sagði Sigurður Eggertsson hjá Val þegar Vísir spurði hann út í leikinn gegn HK í úrslitakeppninni í kvöld. Valsmenn geta tryggt sér sæti í úrslitarimmu N1 deildarinnar með sigri í Digranesi í kvöld eftir nokkuð öruggan sigur í fyrsta leiknum á Hlíðarenda, þar sem sigur Vals var raunar aldrei í hættu. "Nei, mér fannst sigur okkar aldrei í hættu í þeim leik, en á móti kemur að sigur þeirra var aldrei í hættu í leiknum þar á undan. Við vorum flottir í síðasta leik og vona að við verðum það aftur í kvöld. Við erum ekkert spes sóknarlið en þegar við erum með flotta vörn og markvörslu erum við góðir," sagði Sigurður. Ólafur Haukur Gíslason átti stórleik í marki Vals í fyrsta leiknum og Sigurður vill fá hann í landsliðið. "Ólafur er yfirburðamarkvörður í þessari deild og það er skandall að þjálfarinn okkar velji hann ekki í landsliðið sitt," sagði Sigurður í léttum dúr og vísaði til þess að Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals er aðstoðarlandsliðsþjálfari. Hann segir mikilvægt fyrir Valsliðið að mæta einbeitt til leiks í Kópavoginn í kvöld. "Það skiptir miklu að hausinn sé í lagi, því það er stundum tíu marka sveifla milli leikja þessara liða og það er bara hausinn. Þetta eru jú sömu leikmenn sem eru að spila." Við spurðum Sigurð að lokum hversu mikilvægt það væri fyrir Valsmenn og hann sjálfan að klára einvígið í Digranesi í kvöld. "Mér finnst það voðalega mikilvægt af því ég þarf að klára að leggja parket á íbúðina mína og það er voðalega leiðinlegt að gera það í einhverju stressi. Ég hef líka gott af því að fá smá hvíld af því ég er svo slæmur í skrokknum," sagði Sigurður léttur í bragði. Olís-deild karla Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
"Það er bara skítaveður úti. Það er það eina sem ég hef áhyggjur af," sagði Sigurður Eggertsson hjá Val þegar Vísir spurði hann út í leikinn gegn HK í úrslitakeppninni í kvöld. Valsmenn geta tryggt sér sæti í úrslitarimmu N1 deildarinnar með sigri í Digranesi í kvöld eftir nokkuð öruggan sigur í fyrsta leiknum á Hlíðarenda, þar sem sigur Vals var raunar aldrei í hættu. "Nei, mér fannst sigur okkar aldrei í hættu í þeim leik, en á móti kemur að sigur þeirra var aldrei í hættu í leiknum þar á undan. Við vorum flottir í síðasta leik og vona að við verðum það aftur í kvöld. Við erum ekkert spes sóknarlið en þegar við erum með flotta vörn og markvörslu erum við góðir," sagði Sigurður. Ólafur Haukur Gíslason átti stórleik í marki Vals í fyrsta leiknum og Sigurður vill fá hann í landsliðið. "Ólafur er yfirburðamarkvörður í þessari deild og það er skandall að þjálfarinn okkar velji hann ekki í landsliðið sitt," sagði Sigurður í léttum dúr og vísaði til þess að Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals er aðstoðarlandsliðsþjálfari. Hann segir mikilvægt fyrir Valsliðið að mæta einbeitt til leiks í Kópavoginn í kvöld. "Það skiptir miklu að hausinn sé í lagi, því það er stundum tíu marka sveifla milli leikja þessara liða og það er bara hausinn. Þetta eru jú sömu leikmenn sem eru að spila." Við spurðum Sigurð að lokum hversu mikilvægt það væri fyrir Valsmenn og hann sjálfan að klára einvígið í Digranesi í kvöld. "Mér finnst það voðalega mikilvægt af því ég þarf að klára að leggja parket á íbúðina mína og það er voðalega leiðinlegt að gera það í einhverju stressi. Ég hef líka gott af því að fá smá hvíld af því ég er svo slæmur í skrokknum," sagði Sigurður léttur í bragði.
Olís-deild karla Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira