Fótbolti

Ancelotti: Engir auðveldir leikir í Meistaradeildinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segir að Chelsea þurfi að spila fótbolta í mjög háum gæðaflokki ef liðið ætli sér að halda áfram að gera það gott í Meistaradeildinni.

Chelsea hefur byrjað vel í Meistaradeildinni og unnið fyrstu tvo leiki sína. Í kvöld bíður síðan leikur gegn Atletico Madrid sem hefur ekki byrjað tímabil eins illa í heil 15 ár.

„Við höfum verið að spila erfiða leiki í Meistaradeildinni og það eru engir auðveldir leikir í þessari keppni. Vissulega getum við spilað betur en það sem skiptir öllu er að halda áfram að vinna leikina," sagði Ancelotti.

„Við viljum aftur á móti vera upp á okkar besta í mars og apríl þegar leikirnir skipta gríðarlega miklu máli. Atletico hefur vissulega ekki byrjað tímabilið vel en það eru mikil gæði í liðinu og við vitum það. Liðið hefur meðal annars Aguero og Forlan í sókninni og við verðum að passa þá vel."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×