Allt annað hugarfar í liði Stjörnunnar 15. febrúar 2009 09:00 Justin Shouse, leikmaður Stjörnunnar. "Við erum gríðarlega spenntir og þetta er stórt tækifæri fyrir Stjörnuna til að komast á kortið," sagði leikstjórnandinn Justin Shouse þegar Vísir spurði hann út í bikarúrslitaleikinn við KR. KR og Stjarnan mætast í úrslitaleik Subwaybikarkeppni karla í Laugardalshöllinni klukkan 16.00 í dag. Fyrirfram er KR talið mun sigurstranglegra liðið í úrslitaleiknum og Shouse sér ekkert athugavert við það. Hann vill að Garðbæingar reyni að nýta sér að vera í hlutverki "litla liðsins." "Við sættum okkur alveg við að vera litla liðið í þessari viðureign. Við náðum samt 14 stiga forystu í leik gegn KR á heimavelli í deildinni fyrr í vetur og síðan þá erum við farnir að spila miklu betur. Þetta er sama lið, en andinn er allt annar, sóknarleikurinn er öðruvísi og við erum komnir með nýjan þjálfara og nýtt hugarfar," sagði Shouse og lýsti breytingunum sem orðið hafa í herbúðum Stjörnunnar á síðustu vikum. "Það fyrsta sem breyttist hjá okkur eftir að Bragi (þjálfari) hætti var að Jón Kr (Gíslason) tók við í skamman tíma og svo tók Teitur alveg við liðinu. Þeir gerbreyttu öllu og allt hefur verið upp á við síðan. Það sem mér finnst muna mest um er að við erum farnir að taka miklu harðar á því á æfingum. Menn eru hættir að hlæja og gera grín og farnir að taka aukna ábyrgð," sagði þessi geðþekki leikmaður. Shouse hefur spilað eins og engill með Stjörnunni í vetur og við spurðum Justin hvort hann sjálfur þyrfti ekki að eiga stórleik til að liðið ætti möguleika í KR-ingana. Þessi hógværi leikmaður gerði lítið úr því og vísaði á félaga sína. "Boltinn er auðvitað mikið í höndunum á mér, en það er mitt hlutverk að finna skot fyrir félaga mína í liðinu. Kjartan og Jovan eru mjög góðir skotmenn og þegar þessir menn eru opnir, verð ég að finna þá. Þegar þeir leika vel - láta þeir mig líta vel út. Ég er ekki að leitast við að eiga leik eins og Kobe Bryant og skora mikið. Ég reyni frekar að spila eins og Steve Nash og finna félaga mína," sagði Shouse. Við spurðum Shouse að lokum hvað þyrfti að gera til að stöðva KR. "Við lærðum eitt og annað af leiknum við Grindavík á mánudaginn. Þú verður að halda þeim Jóni Arnóri og Jason Dourisseau frá körfunni og ef við náum að trufla skytturnar þeirra, passa boltann vel, taka góð skot og flýtum okkur til baka í vörnina - eigum við möguleika á að vinna þá." Íslenski körfuboltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Körfubolti Fleiri fréttir Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Sjá meira
"Við erum gríðarlega spenntir og þetta er stórt tækifæri fyrir Stjörnuna til að komast á kortið," sagði leikstjórnandinn Justin Shouse þegar Vísir spurði hann út í bikarúrslitaleikinn við KR. KR og Stjarnan mætast í úrslitaleik Subwaybikarkeppni karla í Laugardalshöllinni klukkan 16.00 í dag. Fyrirfram er KR talið mun sigurstranglegra liðið í úrslitaleiknum og Shouse sér ekkert athugavert við það. Hann vill að Garðbæingar reyni að nýta sér að vera í hlutverki "litla liðsins." "Við sættum okkur alveg við að vera litla liðið í þessari viðureign. Við náðum samt 14 stiga forystu í leik gegn KR á heimavelli í deildinni fyrr í vetur og síðan þá erum við farnir að spila miklu betur. Þetta er sama lið, en andinn er allt annar, sóknarleikurinn er öðruvísi og við erum komnir með nýjan þjálfara og nýtt hugarfar," sagði Shouse og lýsti breytingunum sem orðið hafa í herbúðum Stjörnunnar á síðustu vikum. "Það fyrsta sem breyttist hjá okkur eftir að Bragi (þjálfari) hætti var að Jón Kr (Gíslason) tók við í skamman tíma og svo tók Teitur alveg við liðinu. Þeir gerbreyttu öllu og allt hefur verið upp á við síðan. Það sem mér finnst muna mest um er að við erum farnir að taka miklu harðar á því á æfingum. Menn eru hættir að hlæja og gera grín og farnir að taka aukna ábyrgð," sagði þessi geðþekki leikmaður. Shouse hefur spilað eins og engill með Stjörnunni í vetur og við spurðum Justin hvort hann sjálfur þyrfti ekki að eiga stórleik til að liðið ætti möguleika í KR-ingana. Þessi hógværi leikmaður gerði lítið úr því og vísaði á félaga sína. "Boltinn er auðvitað mikið í höndunum á mér, en það er mitt hlutverk að finna skot fyrir félaga mína í liðinu. Kjartan og Jovan eru mjög góðir skotmenn og þegar þessir menn eru opnir, verð ég að finna þá. Þegar þeir leika vel - láta þeir mig líta vel út. Ég er ekki að leitast við að eiga leik eins og Kobe Bryant og skora mikið. Ég reyni frekar að spila eins og Steve Nash og finna félaga mína," sagði Shouse. Við spurðum Shouse að lokum hvað þyrfti að gera til að stöðva KR. "Við lærðum eitt og annað af leiknum við Grindavík á mánudaginn. Þú verður að halda þeim Jóni Arnóri og Jason Dourisseau frá körfunni og ef við náum að trufla skytturnar þeirra, passa boltann vel, taka góð skot og flýtum okkur til baka í vörnina - eigum við möguleika á að vinna þá."
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Körfubolti Fleiri fréttir Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum